Traust

Innan BDSM heimsins, á síðum eins og fetlife og öðrum samfélagsmiðlum, er oft iðullega tæpt á trausti. Traustið er jú grundvöllur alls. Traust og góð samskipti eru hornsteinar góðs sambands, hvort sem það er BDSM, vanilla eða eitthvað allt allt annað. Ég á eftir að splæsa í heila færslu um gildi góðra samskipta, en núna ætla ég að einblína á traustið. 

Ég var að lesa færslu þar sem ritarinn talar um að hann eigi erfitt með að treysta. Ég las þessa færslu yfir með skilning og samúð. Á sama tíma var ég fegin að ég sé ekki í þessum pakka. Ég treysti fólki auðveldlega, stundum allt að því of auðveldlega og er yfirleitt tilbúin að gefa annan séns. Allavega þegar kemur að BDSM og leikfélögum. Þegar ég svo var búin að lesa færsluna fóru að renna á mig tvær grímur. 

Ég er tilbúin til að gefa frá mér stjórnina, yfirráð yfir líkama mínum og ég er tilbúin til að gefa stóran hluta af tíma mínum. Ég geri það sem til er ætlast af mér, ég skal vera druslan þín, varnarlausa leikfangið þitt, viljuga hóran, yfirboðari þinn og pyntari. Ég er tilbúin til að segja þér hvað ég fíla og hvað ég elska að gera, hvað æsir mig og hvað fær blóðið til að ólga. Ég vil leika eftir þínum leikreglum. Ég vil þóknast þér og fátt æsir mig meira en að æsa aðra. Þannig að með glöðu geði tek ég á móti öllu sem þú vilt gefa mér og ég gef þér það sem ég held að þú viljir fá til baka.
Ég er aftur á móti ekki tilbúin til sýna þér veikleika mína eða að deila með þér djúpstæðum tilfinningum mínum, væntingum og vonbrigðum. Ég leyfi þér ekki að sjá hversu viðkvæm og brothætt ég í raun er á bak við heilsteypta grímuna. Sumar langanir og fantasíur ná aldrei út fyrir höfuðkúpuna mína og þar er þeim vandlega gætt. Ég hef fengið minn skerf af vonbrigðum og þess vegna hef ég gæti ég væntinga minna. Ég passa að þú komist ekki nógu nálægt mér til að geta sært mig. 
Á sama tíma langar mig. Mig langar að sýna þér og segja. Mig langar að þú vitir. Mig langar að geta deilt með þér því góða og því slæma. Sigrum og bakföllum. Væntingum og vonbrigðum. 
Ég er samt hrædd um að ég sé með því móti að gefa þér vopn í hendur. Vopn sem þú gætir notað gegn mér. Vopn sem gerir mig ekki bara líkamlega varnarlausa gagnvart þér heldur einnig tilfinningalega. 
Þess vegna á ég erfitt með að taka þetta fyrsta skref. Ég stama og hiksta. Orðin flækjast fyrir mér og komast aldrei almennilega á leiðarenda. 

Ég treysti alveg auðveldlega.... nema ekki.

Ummæli

Vinsælar færslur