Mannorð BDSM

Ok, ég skal alveg viðurkenna að ég hangi svolítið á einkamal.is. Stundum til að drepa tíma, stundum til að seðja forvitni eða eitthvað annað sem er í gangi og stundum bara til að veiða inn lesendur.
Ég fæ að sjálfsögðu slatta af skilaboðum út á bloggið mitt. Ég fékk eitt um daginn frá strák sem sagðist ekki vera fyrri BDSM, en hann fílaði alveg að halda gellunni niðri, kyrkja hana, binda hana og fleira í þeim dúr.
Ég þekki fólk sem stundar BDSM af heilum hug en myndi aldrei fara út í kyrkingar, eða bindingar, eða að beita afli á þennan hátt sem þessi strákur lýsti. Ég benti honum á að það sem hann var að lýsa væri í rauninni bara BDSM í öllu sínu veldi. Það kom upp úr krafsinu að hann taldi að BDSM væri leður, og þar sem hann var ekkert sérstaklega mikið fyrir leður múderinguna taldi hann sig ekki vera fyrir BDSM.
Ég leiðrétti þennan misskilning hjá honum og beindi honum inn á réttar brautir.

Ég fæ reglulega svona skilaboð. Fólk sem er til í hitt og þetta en alls ekki BDSM. Svo virðist sem BDSM hafi þennan neikvæða stympil svolítið fast á sér. Margir eru frekar til í að viðurkenna að þeir séu frekar kinky en að þeir séu fyrir BDSM.
Þá er það spurningin... þarf að hreinsa mannorð BDSM í samfélaginu?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Það skiptir ekki máli hvort fólk kallar sitt stöff bdsm eða kínkí en staðalímynd BDSM er rosalega hörð og gróf.

Sumir vilja hafa hana svona dimma en aðrir vilja gera BDSM að einhverju mainstream 50 skugga dæmi.

Vinsælar færslur