Mjög óformleg könnun

Ég ákvað að kanna þetta bara. Þetta með þekkingu fólks á klamydíu.
Þannig að ég loggaði mig inn á einkamál spjallið og gerði mjög óformlega könnun.

Ég spurði alla sem spjölluðu við mig út í þetta. Af 17 karlmönnum sem báðu um spjall var einn sem viðurkenndi það strax að hafa ekki hugmynd um hvað klamydía væri. Það myndi þá vera 5% af þeim sem ég spurði. Ef að maður myndir fara með þetta alla leið eru þetta marktækar niðurstöður með lágu p-gildi og allt. Þannig að hægt væri að segja að þeir karlmenn sem óskuðu eftir spjalli við mig þennan umrædda tíma vissu að klamydía er kynsjúkdómur.

Allir virtust vera með það á hreinu að klamydía er kynsjúkdómur. Í kjölfarið á spurningunni urðu þeir svo frekar tortryggnir og héldu margir að ég væri með svoleiðis. Sumir hreinlega sögðu ekki meira við mig! Það að einhver manneskja á netinu segi : Hæ, segðu mér eitt... Hvað er klamydía? er klárlega ekki eitthvað til að kveikja í mönnum.

Ummæli

Vinsælar færslur