Síðutölfræði

Þegar ég var í háskólanámi að læra tölfræði þá bölvaði ég henni í sand og ösku! Ég þoldi hana ekki. Svo kom eitthvað fyrir og allt í einu þá skildi ég hana og fílaði hana talsvert. Það mikið að ég fór að gera tölfræðigreiningu á innihaldi auglýsinga fyrir bíósýninguna sem ég fór á um daginn.

Nóg blaður. Undanfarna mánuði hefur lesendahópurinn minn stækkað og stækkað. Síðan í febrúar á þessu ári hefur fjöldi heimsókna þrefaldast og júní var metmánuður með 2486 heimsóknum. Maður hefði einmitt ekki haldið að júní væri einhver sérstakur perramánuður. Reyndar ef að maður skoðar veðurspánna eru eflaust margir sem nýta sér sumarfríið í perraskap á alnetinu heldur en að njóta rigningarinnar.
Ég er meira en lítið montin yfir öllum þessum heimsóknum og vonast til þess að þær aukist frekar en hitt.

Ég vil líka nota tækifærið og hvetja lesendur til að skilja eftir fótspor eftir sig. Endilega skiljið eftir athugasemdir hjá færslum sem ykkur finnast sérstaklega skemmtilegar og ég tel vel á móti hugmyndum að bloggfærslum (svo framalega sem ég fæ ekki of mörg tilboð um að hittast til að búa þessar hugmyndir til).

Ummæli

Vinsælar færslur