Því blautar því betra?

Ég hef verið að velta því fyrir mér hvort að mönnum, og sumum konum, finnist því blautara því betra? Eða hvort að það sé hægt að vera of blaut? 

Hvað mig varðar þá finnst mér píkan mín oft spara safann. Ég get verið spólandi gröð og skrauf þurr. Helsta hjálpartæki ástarlífsins á mínu heimili er sleipiefnið. Það getur verið hamlandi að blotna lítið og það kemur fyrir að ég öfunda þær sem blotna mikið. Svo hefur maður heyrt af hinum endanum á vandamálinu, að blotna of mikið. 
Einusinni ræddi ég við vinkonu mína um þetta mál. Hún er alveg á hinum endanum og blotnar alltof mikið að hennar mati. Hún talaði um að blotna niður á læri og nærbuxur og annar fatnaður rennblotnar. 

Ég á mjög erfitt með að samasama mig þessu vandamáli. Ég er það mikið að hugsa um kynlíf dags daglega að þegar öllu er á botninn hvolft þá er ég mjög fegin að geta verið æst, gröð og örvuð án þess að það sjáist í gegnum buxurnar.

Ummæli

Vinsælar færslur