Að sjá í fyrsta skipti

Að staðaldri nota ég gleraugu og ef að ég tek þau af mér þá er ég staurblind. Ég sé ekki svipbrigði á fólki í sjö metra fjarlægð án gleraugnanna. Hingað til hafa linsur ekki hentað mér nógu vel heldur.
Þannig að þegar kemur að sundferðum hef ég bara verið staurblind. Ég hef samt alltaf hitt ofaní laugina og náð að synda mínar X ferðir áfallalaust. Ef að ég fer með einhverjum í sund er best fyrir mig að vita hvernig sundföt viðkomandi eru á litin til að finna hann í lauginni eða treysta á að viðkomandi komi til mín. Þetta hefur ekki verið mikið vandamál hingað til.

Fyrr í sumar fékk ég mér linsur og hef núna farið tvisvar í sjáandi í sund. Núna sé ég allt draslið sem er fljótandi um laugina og í fyrstu ferðinni ákvað ég að ég skyldi bara láta það eiga sig að vera sjáandi í sundi. Ignorance bliss og allt það. Þegar ég svo skellti mér í heita pottinn eftir mínar X ferðir komst ég að kostum þess að vera sjáandi sundi. Nammi namm.... allir sætu og flottu gaurarnir þarna!! Ég vissi ekki af hverju ég var að missa. Þarna var hlaðborð fyrir augað að gæða sér á.

Þessi upplifun ýtti í senn undir sundferðir og linsunotkun.

Ummæli

Vinsælar færslur