Geðveika bleika eggið

Þegar ég var yngri átti ég alltaf eitt gott egg einhversstaðar við rúmið mitt. Gömlu gylltu eggin stóðu algjörlega fyrir sínu. Þau voru einföld, kraftmikil og svínvirkuðu. Síðan þurfti einhver endilega að fara að breyta þessu, það kom sílíkonhúð, allskonar nýjar stillingar, fjarstýrt og ég veit ekki hvað og hvað. Þannig að í dag er ekki hægt að fá einfalt egg lengur.

Ég fór samt í verslunarleiðangur í sumar og keypti mér egg, það er lítið, bleikt og virkaði einfalt, þannig að það var að mörgu leiti eins og góðu eggin sem ég átti í gamla daga. Nema að þegar heim var komið kom í ljós að það er snar geðveikt! Þá á ég ekki við á góðan hátt.

Það slekkur á sér í tíma og ótíma. Það er á fullu þegar það á að vera á lágri stillingu, og ekkert gerist þegar það á vera í botni. Það virkar í smá stund, en deyr svo og hrekkur í gang einhvern tíma seinna, eða fer alls ekki neitt í gang. Svo þegar maður er búinn að gefast upp á því og henda því ofaní skúffu, þá fer allt á fullt!
Eina nóttina vaknaði ég við þennan svakalega hamagang í skúffunni á náttborðinu. Þá hafði eggið óvænt vaknað til lífsins og á fullum krafti virkaði það mun betur en öflugasta vekjaraklukka. Það varð líka til þess að battrýin voru fjarlægð og eggið hefur ekki verið snert síðan þá!

Ummæli

Vinsælar færslur