Leikarinn

Meira af þeim góða vef einkamal.is.

Ég hékk þar um daginn eins og svo oft áður. Ég fékk áhugaverð skilaboð frá einum og leyfði mér að svara þeim. Í kjölfarið fórum við að spjalla í einkaspjalli og skiptumst á myndum. Við myndaskiptin kom í ljós að viðkomandi var leikari og hafði leikið í einni ef ekki tveimur eða þremur sýningum sem ég hafði séð. Og ef satt best skal segja þá slefaði ég yfir honum í þessum sýningum. Það er eitthvað við hann sem heillaði mig algjörlega alveg upp úr skónum. Þannig að ég var meira en lítið upp með mér að hann hafi þefað mig uppi á síðunni og að við værum að spjalla. Hausinn á mér fór á fullt og allskonar fiðringur fór um mig.

Maður fær samt ekki alltaf allt sem maður vill og þegar upp var staðið þá hentuðum við ekki hvort öðru.
Ég eiginlega veit ekki hvort ég hefði frekar kosið að sleppa því að hafa hitt hann á netinu, og getað haldið í fantasíuna, eða að njóta fiðringsins sem fór um mig þessar nokkru mínútur þegar spennan var í hámarki...

Ummæli

Vinsælar færslur