Nýfundin strípihneigð

Strípihneigð er eitthvað sem ég þjáist ekki af. Alls ekki! Mér líður vel þegar ég er nakin og er ekki spéhrædd. En ég er samt ekki mikið fyrir að afklæðast á almannafæri þar sem einhver saklaus vegfarandi gæti séð mig kviknakta.

Samt... Í vetur sem leið var ég stödd á hóteli. Hótelið var þannig að gegnt mínum glugga var skrifstofubygging og þar fólk að vinna. Það vaknaði í mér smá púki þegar að ég var að drattast á fætur rétt fyrir hádegið. Þannig að ég hafði dregið frá þegar ég fór í morgunsturtuna og tók mér minn tíma að klæða mig eftir hana. Tilhugsunin að það væri einhver hinum meginn að horfa kitlaði mig ofurlítið. Líkurnar á því voru samt nánast engar því þegar ég var fullklædd fór ég að kanna hvort einhver væri á ferli en það var engann mann að sjá.

Ummæli

Vinsælar færslur