Staðalímynd BDSM

Ég fékk athugasemd við póstinum mínum um mannorð BDSM sem vakti mig til umhugsunar og ég ákvað að splæsa í góða færslu. Fólk virðist sem sagt forðast að kalla sína kinky leiki BDSM þó svo að það sé að stunda eitthvað sem aðrir myndu hæglega kalla BDSM.

„Það skiptir ekki máli hvort fólk kallar sitt stöff bdsm eða kínkí en staðalímynd BDSM er rosalega hörð og gróf.

Sumir vilja hafa hana svona dimma en aðrir vilja gera BDSM að einhverju mainstream 50 skugga dæmi.“


Persónulega er ég á því að BDSM ætti að verða opnara og almennara og að mörgu leiti virðist það vera þróunin. Fólk er opnara gagnvart því og í kjölfarið á 50 skugga dæminu þá hafa margir fetað á slóð BDSM sem annars hefðu ef til vill ekki farið þá leið. 

Það sem ég er að velta fyrir mér er orðfærið tengt BDSM. Ætli það sé ekki eins og oft hefur verið notað um geðræna kvilla og þroskafrávik. 

Einusinni var orðið hálfviti á engan hátt neikvætt eða móðgandi. Það átti bara við um fólk með þroskafrávik. 
Í almennri notkun þá fór fólk að nota þetta í illkvittni og það þurfti að finna nýtt orð sem hafði ekki svona neikvæða merkingu, t.d. þroskaheftur. Allt fór þó á sömu leið og í dag er talað um fólk með þroskaskerðingu eða frávik (sem er ekki enn orðið ljótt og neikvætt). Þróunin er samt alltaf sú að orðin fái neikvæða og móðgandi merkingu. Ég hef meira að segja heyrt fólk fleygja fram hugtökum eins og mótþróaþrjóskuröskun sem meinyrði en ekki klínískt greiningarhugtak. Fólk ber að mínu mati ekki nógu mikla virðingu fyrir málnoktuninni að þessu leiti. 

Ég ímynda mér að það sé svipað farið um BDSM hugtakið. Þegar ég byrjaði í þessum bransa var talað um BDSM. Það væri rétta orðið. Í sögulegu ljósi kom það samt á eftir SM hugtakinu. Þegar ég byrjaði var SM eitthvað miklu verra og ljótara en BDSM. Í dag eru margir sem segjast ekki aðhyllast BDSM sem slíkt en eru tilbúnir til að viðurkenna að þeir séu kinky, því BDSM er eitthvað miklu verra og ljótara en að vera svolítið kinky.... 

Ummæli

Vinsælar færslur