Afbrigðilegir eru heilbrigðari

Þessa frétt rakst ég á um daginn. Hún fjallar um rannsókn sem þykir sýna fram á að afbrigðilegir séu heilbrigðari.

Sálfræðingurinn Andreas Wishmeijer við Nyenrode-viðskiptaháskólann í Hollandi og félagar unnu að rannsókninni. Þeir komust að því að einstaklingar sem eru fyrir BDSM, bindileiki, kvalalosta og masókisma skoruðu hærra á prófi sem mældi andlega heilsu en þeir sem höfðu ekki áhuga á neinu afbrigðilegu í svefnherberginu. 

Það er ég!! Ég er fyrir BDSM, bindileiki, kvalalosta og masókisma. Þar með hlýt ég að vera með betri andlega heilsu. Ligga ligga lái! Ull á ykkur vanillurnar. :þ

...annars hélt ég að kvalalosti og masókismi væri það sama. Er kvalalosti þá sadismi? Vantar okkur þá ekki gott íslenskt orð yfir masókisma? 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
sadism er böðulslosti
"sjúkleg nautnablandin þörf á að verða öðrum að meini, venjulega samfara kynferðisatferli.

masochism er sjálfspíslarhvöt
"sjúkleg löngun til að baka sjálfum sér píslir eða þola þær af öðrum, oftast í tengslum við kynhvöt" sh meinlætamunaður.
Nafnlaus sagði…
Sálfræði II áttunda útgáfa 1988.
Kvalalosti er Sjúkleg löngun til að kvelja og valda öðrum sársauka.

sjálfspíslarkvöt er sjúkleg löngun til þess að valda sjálfum sér skaða og þjáningu eða þola slíkt af öðrum.
Prinsessan sagði…
Vá, takk fyrir þetta. Núna er ég margs fróðari.

Finnst samt einhvernveginn að kvalalosti ætti að vera yfirheiti yfir þetta hvort tveggja, sérstaklega þar sem orðið ber ekki með sér hvort maður vilji kvelja eða verða fyrir kvölum.
Nafnlaus sagði…
Hvernig væri kvalaþorsti fyrir masókisma?

Vinsælar færslur