"iPad-notendur skoða mest klám"

Ég sá þessa fyrirsögn hjá Mogganum snemma í sumar. Síðan þá hefur hún verið mér mjög hugleikin. Þessi framsetning er nefninlega eins vitlaus og þær geta orðið!
Eins og ég skildi þessa ágætu fyrirsögn fyrst þá eru þeir sem eiga iPad aðallega í því að skoða klám. Það er: þeir eru fyrst og fremst að skoða klám en ekki bara vafra um á facebook eða hanga á fréttavefjum. Hinsvegar er það bara langt frá því að vera það sem fréttin snýst um. Ein klámsíða á netinu birti hvaðan hún fékk heimsóknir. Af heimsóknunum inn á þessa síðu þá voru flestar með iPad. Það er bara ekkert djúsí við þessa frétt eftir allt. Ef að einhverjir hafa áhuga er alla fréttina að finna hér.

Í gegnum þetta ágæta bloggkerfi get ég fylgst með því hvaða stýrikerfi eru notuð til að komast hingað. Þannig að ég get ljóstrað þessum upplýsingum um bloggið mitt og sagt ykkur að:

undanfarinn mánuð voru...
-48% heimsókna frá notendum Windows
-16% heimsókna frá notendum iPhone
-16% heimsókna frá notendum Android
-7% heimsókna frá notendum iPad
-7% heimsókna frá notendum Macintosh
-1% heimsókna frá notendum OtherUnix
-1% heimsókna frá notendum Linux
- færri en 1% heimsókna frá notendum iPod touch
- færri en 1% heimsókna frá notendum iPod
- færri en 1% heimsókna frá notendum óþekktum stýrikerfum

Þannig að iPad notendur eru ekki fjölmennasti hópurinn sem kíkir hingað inn. Margir virðast samt vera að kíkja hingað inn í skjóli farsímans síns. 

Ummæli

Vinsælar færslur