Reglur samfélagsins

Ekki alls fyrir löngu fór ég á munch. Eins og alltaf var rosalega gaman og ég gleymdi mér í spjalli um allt og ekkert og almennan perraskap.
Ég sat við borð með nokkrum perralingum og nýliðum og spjallið leiddist út í umræður um perraling sem var fjarri góðu gamni. Sögur voru sagðar og frásagnir af skemmtilegum atvikum litu dagsins ljós. Í einni slíkri missti ég gælunafn viðkomandi út úr mér. Um leið og það slapp út fyrir varir mínar fann ég að ég hafði farið yfir einhverja ósýnilega línu. Ég fann það á mér að ég hafði brotið einhverjar reglur þessa samfélags sem mér var hreinlega ekki kunnugt um. Ég fékk ekki augnagotur eða skammir en engu að síður vissi ég að þarna fór ég yfir strikið.

Þegar ég lít til baka yfir spjallið þá sagði enginn nafn þessarar manneskju, notendanafn, gælunafn eða nokkuð annað sem gerði það að verkum að hægt væri að bera kennsl á hana. Einhver þekkti ekki manneskjuna persónulega þá hefði getað bent á hana og sagt: Já, þú ert manneskjan sem þau voru að tala um, út frá þessum frásögnum okkar. Nema þá af því að ég asnaðist til að gleyma mér í gleðinni og segja gælunafnið hennar.

Síðar, þegar heim var komið, sá ég þráð inni á fetlife.com sem nefndist Reglur og góð hegðun.
Þar efst á blaði stóð:

1) Notum alls ekki gælunöfn fólks úr senunni á almannafæri að fyrra bragði

  • Það skiptir ekki máli hvort að viðkomandi sé opin og út úr skápnum eða ekki. Hver og einn á að fá að ráð því hvort og hvenar hans eða hennar gælunöfn eru notuð á almannafæri.
  • Ef við viljum forvitnast um einhvern þá er yfirleitt í lagi að spyrja viðkomandi svo lítið beri á.

Úps!

Og enn fremur:

3) Notum alls ekki rétt nöfn fólks nema það geri það sjálft að fyrra bragði.

  • Notum helst ekki heldur gælunöfn okkar þegar aðilli innan senunnar er að kynna okkur fyrir þriðja aðila nema það sé ljóst að viðkomandi sé tengdur senunni.

Jæja... Það er lítið sem ég get gert í þessu eftirá, annað en að passa að þetta gerist ekki aftur.

Þetta finnst mér mjög virðingarvert við senuna hérlendis, það er nafnleyndin. Ég veit ekki til þess að nokkur hafi blaðrar við þriðja eða fjórða mann að einhvern ákveðinn aðili sé BDSM hneigður eða ekki. Fólkið innan senunnar ber það mikla virðingu hvort fyrir öðru að þessu er haldið hátt á lofti. Nýliðar þurfa ekki að óttast að einhver utanaðkomandi heyri eða frétti af því að þeir séu í senunni. Það má heldur ekki gleyma því að við erum öll þarna á sama stað. Vinnuveitandinn er alveg jafn berskjaldaður og undirmaðurinn ef að þeir hittast á munchi. Það gæti hinsvegað kryddað umræðurnar á kaffistofunni töluvert....

Ummæli

Vinsælar færslur