Smáskilaboð

Mörg pör sem iðka leiki byggja á drottnun og undirgefni hafa allskonar reglur og athafnir til að undirstrika hlutverkin. 

Ég hef heyrt af einu og öðru eins og: 
 -sú undirgefna má aldrei vera í nærfötum nálægt þeim drottnandi
 -sú undirgefna má ekki halda augnsambandi við þann sem drottnar nema með leyfi
 -sú undirgefna má ekki snerta þann drottnandi nema með leyfi 
 -sú undirgefna á að taka sér ákveðnar líkams stellingar í návist þess drottnandi, t.d. krjúpa
 -sú undirgefna skal klæðast ákveðnum fatnaði í kringum þann drottnandi 
 -sú undirgefna verður að biðja þann drottnandi um leyfi til að fá fullnægingu
 -sú undirgefna má ekki fá fullnægingu nema sá drottnandi skipi svo fyrir (það þýðir sem sagt ekkert fyrir hana að biðja um það)
 -sú undirgefna má ekki tala við aðra drottnandi einstaklinga
 -sá drottnandi skal lesa allt sem sú undirgefna vill setja inn á netið 
 -sú undirgefna skal láta þann drottnandi vita hafi hún fengið fullnægingu
 -báðir aðilar skulu alltaf vera heiðarlegir og tjá sig um það sem þeim liggur á hjarta
 
...og svona má lengi telja. Ef að þið vitið af einhverjum áhugaverðum reglum eða siðum sem fólk í svona sambandi er með væri ég alveg til í að heyra af því í athugasemdakerfinu eða í tölvupósti. 

Í þessum dæmum geng ég út frá því að sambandið sé á milli tveggja aðila, undirgefinnar konu og drottnandi karlmanns, en það þarf samt alls ekki svo að vera. Þetta geta verið tvær konur, tveir karlar, undirgefinn karlmaður og drottnandi kona eða mögulega fleiri í sambandi. Það er samt ekki tilgangur þessarar færslu að skeggræða mismunandi sambönd og hlutverk innan þeirra. 

Einusinni var ég með svona eina svona reglu: Ég átti ávalt að láta Herrann vita ef að ég fróaði mér. Í okkar tilfelli átti ég að senda sms þegar ég hafði lokið mér af. Oft kom það fyrir að ég fróaði mér eiginlega bara til að getað sent smsið, vitandi að það gleddi Herrann og myndi kannski hafa svolítil áhrif á hvert blóðið streymdi hjá honum. Ég hafði allavega mjög gaman af þessu. 
Í tímans rás var þessi regla slegin af. Ég man eiginlega ekki af hverju. Af og til sendi ég samt sms með þessum upplýsingum af því að það er ákveðið kikk í því. 

Ekki alls fyrir löngu þá vakti ég máls á þessu og stundi því út úr mér að ég hefði gaman af því að fá svona sms frá honum. Komi það fyrir að hann sé að sinna þessari frumþörf sinni einn síns liðs og verði einhverra hluta vegna hugsað til mín. Mér fannst ég koma þessu mjög settlega frá mér og jafnframt að ég væri ekki að biðja um mikið. Svarið sem ég fékk var eitthvað á þessa leið: Ef að ég á að senda þér sms í hvert skipti sem ég fróa mér og er hugsað til þín, fyrir, á meðan eða á eftir þá fengiru á bilinu eitt til fjögur sms á dag. 

Jahá... ég varð alveg orðlaus við þetta svar en á sama tíma mjög mjög upp með mér. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Nú er mér allri lokið. Hvað fær fólk eiginlega út úr svona rugli? Hvað varð um ást og umhyggju?
Maggi sagði…
Halló nafnlaus :)

Svona leikir hjá fólki gera ekkert annað en að sýna ást og umhyggju milli þeirra. Þetta er eitthvað sem þau koma sér saman um að gera og virkar sérstaklega fyrir þau. Eitthvað sem gerir það að verkum að þau eru með hvort annað í huganum allan daginn.

Skiptir ekki máli hvort það séu svona reglur eða hinseginn. Þetta er eitthvað sem virkar fyrir þau.

Vinsælar færslur