Gagnkynhneigði homminn

Ein skilgreining á kynhneigðum sem ég hef unnið svolítið út frá er að kynhneigð fólks eigi líka ekki engöngu við um það kyn sem maður laðast að heldur eigi kynhneigð einnig við um persónulegt auðkenni fólks sem byggir á þessum kenndum, hegðun og innlimum í samfélög sem byggja á kynhneigðum.

Þegar ég var að kenna krökkunum kynfræðslu þá tók ég dæmi um samkynhneigða karlmenn. Það er partur af þeirra auðkenni og þeirra sjálfi að vera samkynhneigðir. Þeir hegða sér stundum ekki eins og gagnkynhneigðir karlmenn, heldur geta þeir verið fínlegri í háttum og með mýkri málróm. Síðan bennti ég iðullega á samtökin '78 sem eru samtök, og samfélag í kringum samtökin, sem byggja á því að fólk sé hinsveginn.

Allt gott og blessað. Ekki alls fyrir löngu hitti ég karlmann sem bar mörg hegðunareinkenni þess að vera samkynhneigður. Klæðnaðurinn var óaðfinnanlegur, málrómurinn sinamjúkur, fasið var allt að því kvenlegt. Hegðun, hreyfingar og meira að segja umræðuefnin bentu allt til þess að viðkomandi væri samkynhneigður. Þar af leiðandi gekk ég að þvi vísu að hann væri það. Þannig að þegar hann fór að tala um ástríkt og hamingjusamt hjónaband sitt við eiginkonu sína þá rak mig í rogastans. Ég var næstum því búin að missa út úr mér: Já en þú ert hommi! En ég rétt náði að bíta í tunguna á mér.

Það eru einstaka svona einstaklingar sem fá mann til að staldra við og hugsa málið, hætta að taka hlutum sem gefnum þó svo að þeir virðist liggja í augum uppi, hætta að hlaupa að ályktunum og ákveða að hlutirnir séu svona eða hinsveginn að óígrunduðu máli.

Svo má líka velta því fyrir sér hvort þessi einstaklingur sé ekki bara ennþá lengst inni í skápnum.... Það er líka möguleiki.

Ummæli

Vinsælar færslur