Þjónustutík

Ég átti smá skilaboðasamskipti við einn inni á einkamal.is. Hann sendi mér þessa spurningu

en hvenær byrjaðir þú að finna fyrir þorfinni að þjóna og gera það sem þér er sagt að gera og aldrei segja nei
Já, en... Ég hef ekki þörf fyrir að þjóna, ég er alls alls ekki einhver þjónustutík. Að gera það sem mér er sagt er oft hægara sagt en gert og það kemur oft fyrir að segi nei eða afþakki eitthvað sem mér er boðið að gera. Ég er kannski undirgefin en ég er ekki þjónustutík. Ég fæ lítið út úr því að þjóna og fá ekkert í staðinn. Að þjóna þjónustunnar vegna er ekki  mitt kikk. Það eru margir sem fá helling út úr því en ég er ekki ein af þeim. Ég þarf meira! 
Ég lít frekar á mig sem leikfang sem má nota að vild. Ég vil vera notuð en ekki þjóna. Ég vil að mér sé stjórnað en ekki endilega skipað fyrir verkum. 

Svo er dæmið líka bara talsvert flóknara en það. Segjum að ég sé að leika við einstakling sem ég hef náð djúpum tengslum við, einhver sem ég lít upp til og vil þóknast sem mest ég má. Þá væri ég meira en til í að skúra gólf og bera mat á borð, að því gefnu að hann myndi meta það sem ég gerði og ég fengi hrós, klapp á bakið (eða rassinn) og að hann væri ánægður og stoltur af mér og mínu framtaki. Eða þá að þetta yrði allt gert með einhverju sadísku, kinky ívafi. Ég væri til í að þjóna viðkomandi kynferðislega líka. En ekki liði á löngu þangað til ég myndi vilja fá mitt líka. 

Allt er líka aðstæðubundið, það sem virkar með einum virkar ekki með öðrum. Ég á enn eftir að finna þann sem kallar fram þjónustutíkina í mér. Þessi sem ég er tilbúin að gera hluti fyrir án þess að fá nokkuð í staðinn en hans ánægju með mig. Kannski er hann ekki til en ég vil ekki útiloka það. 

Ummæli

Vinsælar færslur