Nýtt dót!

Ég elska dót! Sá sem á mest dót þegar hann deyr, hann vinnur. Eins og staðan er í dag þá er ég ekki að fara að vinna.

Ég pantaði mér af alnetinu bitgag um daginn. Það var dótið sem ég leitaði logandi ljósi að í hestavöruverslunum á Fróni en fann ekki.

Pósturinn er þessa dagana besti vinur minn því hann er alltaf að koma með eitthvað skemmtilegt dót handa mér. Svona burt séð frá því að ég er svolítið í því að panta mér skemmtilegt dót þessa dagana.

Um daginn kom hann með pakka til mín sem í var þetta gag.
Ég reif upp pakkann og dáðist að fallega fallega nýja dótinu mínu... En jidúddamía lyktin af því! Hún var mjög sterk og langt frá því að vera góð. Það sama gilti um bragðið af gaginu. Ég ímyndaði mér að maður þyrfti ef til vill að þrífa gagið til að losna við hana og lét þetta ekki á mig fá.
Daginn eftir hringdi ég svo í vin til að fá ráðleggingar. Mér til mikillar armæðu þá sagði hann mér að lyktin næðist ekki úr. Hún væri tilkomin vegna þalatanna í gúmmíinu. Það er eitthvað efni sem var stranglega bannað í barnaleikföngum á sínum tíma. Það virðist samt vera allt í lagi að hafa það í fullorðinsleikföngum....

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hver er að vinna þig í dótakeppninni?
Prinsessan sagði…
Mér detta allavega tveir, ef ekki þrír, einstaklingar í hug svona í fljótu bragði. Svo veit maður ekkert hvað leynist heima hjá skápaperrunum sem aldrei eru að flagga neinu.
Nafnlaus sagði…
Á sado ekki mest?
Prinsessan sagði…
Eina leiðin til að vita það með vissu er að fara að meta það hver á mesta dótið.

Það gæti verið gaman að halda dótapartý þar sem allir koma með allt sitt hafurtask til að skera úr um hver á mesta dótið.

Svo er það alltaf spurning um það hvernig á að mæla?
-eftir fjölda? Þá má velta því fyrir sér hvort ein klemma teljist eitt dót eða er klemmusettið eitt dót? Ól sem tilheyrir harnessi en er vel hægt að nota eina og sér, er hún þá eitt dót eða partur af öðru?
-eftir vigt? Þá kemur upp vandamálið með þá sem eiga rooosalega þunga hluti en ekki marga, eiga þeir þá mest dótið?
-eftir rúmmáli? Hvernig mælir maður það? Ég efast um að margir perrar væru til í að öllu dótinu þeirra væri drekkt í vatn.

Svo kemur líka upp spurningin hvað flokkast sem dót? Regngalli hjá gaurnum með regngallafetish, skór hjá þeim sem er með skófetish, pönnukökuspaði hjá masókistanum og þvingur sem finnast í verkfærakistu smiðsins hjá sadistanum, síminn sem dómínan notar til að skipa þrælnum sínum fyrir í gegnum...

Nú er ég farin að skrifa ritgerð í vitlausum glugga. En þetta eru samt skemmtilegar pælingar.

Vinsælar færslur