Perralingar framtíðarinnar

Um daginn varð ég vitni af því að stelpa var að dunda sér við að binda strák við ljósastaur með snúsnúbandi. Ég stóð álengdar og fylgdist með því sem fram fór. Stelpan var önnum kafin við að binda strákinn frá toppi til táar og strákurinn virtist alveg sáttur við að standa þarna teinréttur upp við staurinn á meðan hann var bundinn. Bæði virtust þau vera mjög ánægð með sín hlutskipti í leiknum.

Ég velti því fyrir mér hvort þarna hafi perrar framtíðarinnar verið á ferðinni, að stíga sín fyrst skref í átt að BDSM iðkun. Margir sem hneigjast að BDSM segja að áhuginn hafi kviknað í barnæsku. Minningar um tjóðraðar barbídúkkur og playmokalla eða löggu og bófaleikir þar sem einhver er budninn, tekinn fastur og kannski níðst aðeins á honum eru ekki óalgengar.
Þessi athöfn þeirra, hún að binda og hann að vera bundinn þarna við ljósastaurinn, verður ef til vill að svona minningu síðar meir.

Ég sendi einum perraling SMS með þessum hugrenningum þar sem ég stóð og fylgdist með leiknum. Viðkomandi velti því fyrir sér hvort það væri einhver þörf á að skerast í leikin en þar sem þau voru bæði sæl og sátt við sitt hlutskipti kom það mér ekki til hugar.
Nema jú: ég hefði getað gefið henni góð ráð um það hvernig væri hægt að binda enn betur, þannig að hann gæti pottþétt ekki losað sig...

...einhvernveginn fannst mér það ekki alveg viðeigandi.

Ummæli

Vinsælar færslur