Samskipti

Ég hef rosalega oft prédikað hérna á blogginu mínu að samskipti séu lykilinn að góðu sambandi. Það skiptir ekki máli hvort að sambandið sé vanillu-, eða BDSM samband. Góð og heiðarleg samskipti gera gæfumuninn. Maður verður að segja langanir sínar, fantasíur og væntingar. Maður verður að getað talað við leikfélagann af einlægni og heiðarleika. Maður verður að getað sagt frá þeim mörkum sem maður er með, þeim stefnum sem manni langar að taka, þeim hlutum sem manni langar að prófa. Án þess er erfitt að komast neitt og mestar líkur eru á því að báðir aðilar sitja eftir með sárt ennið. Þetta veit ég vel og skal segja hverjum sem heyra vill.
Oft er samt auðveldara að segja öðrum til en að fylgja eigin ráðleggingum. Stundum virðist það vera einfaldara að láta leikfélaganum eftir stjórnina, gera bara það sem hann vill gera og njóta ferðarinnar. Ég er jú yfirleitt undirgefin í leikjum og er það ekki partur af því að vera undirgefin að hinn aðilinn tekur stjórnina? Hann ræður ferðinni og ég fylgi á eftir. Það getur hentað mér mjög vel. Stundum virkar þetta fyrirkomulag mjög vel, alveg fullkomlega fyrir mig. Stundum virkar það ekki alveg jafn vel og stundum virkar það bara enganveginn.
Það eru þessi skipti þegar þetta virkar ekki alveg jafn vel og sérstaklega þegar það virkar enganveginn að þessi aðferð gengur ekki eins vel upp og ég vildi. Það væri svo einfalt og svo þæginlegt. Hinsvegar hef ég komist að því í gegnum mína reynslu í BDSM heiminum að þessi aðferð kemur manni ekki langt, að minnsta kosti ekki til lengri tíma litið.
Öll erum við einstaklingar með persónulegar þarfir og langanir. Við getum verið í mismunandi dagsformi og hugarástandi frá degi til dags. Stundum langar mig bara í rólegan leik, stundum langar mig í harðann leik, stundum vil ég vera niðurlægð og stundum hreinlega vantar mig bara góða hýðingu. Stundum vil ég að leikið sé með skynjunina og stundum vil ég það sé leikið með hugann. Stundum vil ég vera sóða drusla en öðrum stundum vil ég fá að vera algjör prinsessa.

Einusinni fór ég í leik þar sem leikfélaginn hafði alla stjórnina, hann réð ferðinni frá A til Ö. Gallinn við þann leik var að leikfélaginn vildi harðann leik þegar ég var í lélegu dagsformi og hefði kosið eitthvað rólegt og þæginlegt. Þegar að leið á leikinn þá varð hann fljótlega allt að því of erfiður fyrir mig og ég komst ekki í rétt hugarástand.
Ég er ein af þeim sem bíta á jaxlinn og láta ekki bera á neinu ef að eitthvað bjátar á. Ég ber harm minn í hljóði og á mjög erfitt með að sýna veikleika. Þannig að ég fór í gegnum þennan leik á hnefanum. Hvað eftir annað sagði ég við sjálfa mig að ég gæti þetta vel. Ég sannfærði sjálfa mig um að þetta væri allt í lagi og að engin ástæða væri til að stoppa og að þetta væri ekki svo slæmt. Frá þessum leik fór ég með falskt bros og brotnaði niður á heimleiðinni.

Þegar ég horfi til baka þá sé ég hvað ég gerði vitlaust. Ég sé hvar ég brást sjálfri mér og leikfélaganum. Í fyrsta lagi hefði ég í upphafi átt að segja að ég væri í lélegu dagsformi svo að það hefði verið hægt að taka tillit til þess. Í öðri lagi hefði ég hreinlega átt að óska eftir því að leiknum yrði breytt í rólegri leik, eða að minnsta kosti tekinn niður um nokkur stig. Í þriðja lagi hefði ég átt að láta leikfélagann vita um leið og ég var hætt að njóta mín og farin að taka þetta á hnefanum og þrjóskunni. Í fjórða lagi hefði ég átt að staldra við lengur eftir leikinn og ræða málin. Ég hefði ekki átt segja að allt væri gott þegar það var það ekki. 
Málið var að ég var of upptekin af því að fá að leika og ég vildi ekki skemma leikinn fyrir leikfélaganum. Í staðinn þá ég eyðilagði leikinn fyrir sjálfri mér. Ef ég hefði bara opnað á mér munninn og sagt eitthvað hefði auðveldlega verið hægt að snúa þessu upp í mjög ánægjulegan og skemmtilegan leik.

Ef við snúum okkur að hlið leikfélagans. Ég legg allt mitt traust á hann í leikjum en hann þarf líka að getað treyst mér til að segja stopp ef að hann er að fara of langt. Góð samskipti okkar á milli eru hans (sem og mitt) öryggisnet þegar kemur að leikjum. Með því að ræða málin eru línurnar lagðar og leikurinn búinn til. Öryggisorð eru svo ventillinn ef að línurnar sem lagt var upp með hennta ekki einhverra hluta vegna. Engum á að líða illa í leik, nema það sé það sem lagt er upp með. Það á alltaf að vera eitthvað gott í öllum leikjum, sama hversu vondir þeir eru. Allir eiga líka að fara sáttir frá leik.
Þegar ég skoða þessa reynslu með dom gleraugunum, það er: ef að ég væri domminn, hvernig myndi ég vilja hafa þetta? 
Ef satt best skal segja þá yrði ég svekkt yfir því að leikfélaginn hafi ekki sagt mér að dagsformið væri lélegt þann daginn svo ég gæti tekið tillit til þess. Ég yrði ósátt við að hann leyfði mér að ganga lengra en hann réði vel við eða vildi gera, án þess að segja neitt. Ég yrði langt frá því að vera ánægð með það ef að hann myndi ekki deila með mér líðan sinni og tilfinningum eftir leikinn, að hann myndi setja upp falskt bros en líða illa undir niðri. Næst þegar ég myndi leika við viðkomandi yrði ég á nálum. Ég yrði stöðugt að velta því fyrir mér hvort hann væri að njóta þess sem fram færi, eða hvort hann væri að fara þetta á hnefanum. Ég væri stöðugt að berjast við hugsanir á borð við: Fær hann eitthvað út úr þessu eða er hann bara að gera þetta fyrir mig? Sjálfsöryggi mitt sem dom færi í rúst.

Subbinn þarf að treysta domminum til að fara ekki yfir sín mörk en domminn þarf líka að getað stólað á að subbinn segi til ef að eitthvað bjátar á. Sé það vandamál fyrir subbinn að segja til í leik þá þarf að taka á því fyrir leik. Alls ekki eftir leik og það er harð bannað að sleppa því alveg. 
Öll erum við mannleg og fæst okkar eru hugsanalesarar. Til þess að læra hvort á annað þá þarf að ræða málin. 

Stundum þarf maður bara að kyngja stoltinu og viðurkenna veikleika sína. Það er það sem ég lærði af þessari reynslu.

Ummæli

Vinsælar færslur