Flenging eða rassskelling?

Ég er svo heppin að vinna með börnum. Frábærum, yndislegum, klárum og hreinskilnum krökkum sem hafa skoðun á öllum mögulegum hlutum. Í dag fékk til dæmis að heyra það að rassskelling og flenging sé ekki það sama. Ég hváði við og spurði hver væri munurinn. Sko... þegar maður er flengdur, þá er það með einhverju. 
Þannig að flengingar eiga sér stað með áhöldum en rassskellingar fara fram með berri höndinni.
Samkvæmt orðabókinni uppi í hillu þá eru þetta algjör samheiti. Að flengja er skilgreint sem: hýða, slá einhvern á rassinn í refsingarskyni. En að rassskellja er: að berja einhvern á rassinn, flengja, hýða.

Mér finnst þetta hinsvegar snilldar útskýring, þannig að héðan í frá er flenging og rassskelling ekki það sama í mínum huga.

Ummæli

Vinsælar færslur