Aðventuljós

Mamma mín spurði mig í morgun hvað ég vildi fá í jólagjöf. Ég braut heilann og komst að því að mig langaði bara í tvennt. Annarsvegar í baðstand undir bók og kerti og annað kósý, og hinsvegar aðventuljós, helst tvö. Mömmu fannst alveg ómögulegt að gefa mér aðventuljós í jólagjöf og vildi endilega að ég fengi þau sem fyrst. Ég sagði henni að það væri ekki hundrað í hættunni að fá þau ekki fyrr en á aðfangadag, enda er ég alveg laus við jólastressið þetta árið.

Núna seinnipartinn var ég með planaðan leikhitting. Leikfélaginn renndi í hlaðið upp úr klukkan fjögur og eftir smá spjall, kaffidrykkju og smákökuát hófumst við handa. Dótinu mínu og hans var dreift um alla stofuna. Sérvaldir hlutir voru teknir fram og notaðir og eftir smá dund í stofunni færðist leikurinn inn í svefnherbergi. Þegar leikurinn var að líða undir lok heyrðist einhver umgangur frammi. Ég hentist í slopp og kíkti fram. Ég sá ekkert, nema stofuna þar sem allt var á rúi og stúi. Óskilgreind föt voru á gólfinu og mis dónaleg leikföng voru á stofuborðinu og í sófunum. Sem sagt bara almenn ummerki um skemmtilegan leik... og aðventuljós á eldhúsborðinu. Ekki eitt, heldur tvö eins og ég óskaði eftir.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Hvað sagðirðu við mömmu þína? Eða verður vandræðaleg þögn í jólaboðinu?
Prinsessan sagði…
Ég sagði ekki neitt við mömmu sko, en hún spurði mig svo af fyrra bragði hvort mér finndist óþæginlegt að fá innlit ef að ég væri með gesti...

Vinsælar færslur