Bernskubrek

Ég var svo heppin að ekki alls fyrir löngu flutti æskuvinkona mín í nágrenni við mig. Loksins létum við svo af því að hittast og það mætti halda að hún hafi búið í þar næsta húsi allan þennan tíma. Eftir rúmlega sjö ára gat í okkar vinkonusamband þá hreinlega smullum við aftur saman. Og það var yndislegt.
Það rifjaðist upp eitt og annað og við hlóum saman að skemmtilegum endurminningum. Það sem var ekki brallað og bardúsað þegar við vorum litlar. Ég pínulítið sakna þess að hafa einusinni verið lítil, kærulaus og hvatvís...

Það var með þessari ágætu vinkonu minni að við flettum saman klámblöðum eldri bræðra okkar og gott ef að við kíktum ekki á eina eða tvær klámspólur þegar enginn sá til. Við skoðuðum þetta efni af einstökum áhuga.
Eitt skiptið þá benti hún á eina mynd í klámblaði og tjáði mér að þessi væri sko með hellapíku. Ég hváði við og spurði hvað það væri: Jú, þær konur sem ríða mikið fá hellapíku, píkan þeirra verður slöpp og opin eftir mikla notkun. Við flettum þá blaðinu fram og til baka og reyndum að átta okkur á því hverjar þessara kvenna höfðu hellapíku og hverjar ekki. Á þessum tíma gleypti ég við þessu og fannst þetta mikill fróðleikur. Enda var þessi vinkona mín árinu eldri en ég og þar af leiðandi mun reynslumeiri. Þegar maður er 7 ára þá skiptir það öllu máli.
Hvorki fyrir né eftir þetta hef ég heyrt talað um hellapíkur. Maður hefur nú samt heyrt um þann misskilning að konur víkki með árunum, mikilli notkun eða barneignum. Hinsvegar er líkaminn okkar snillingur í að koma öllu í fyrra horf, hvort sem það er eftir árafjölda, mikla noktun eða barneignir. Og svo má ekki gleyma að það er alltaf hægt að þjálfa upp þetta svæði með grindarbotnsæfingum.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sæl, Vá hvað ég hefði viljað hittast og tala.... kalli31@hotmail.com

Vinsælar færslur