Pólitík

Netheimar hafa logað hér og þar út af nýrri lagasetningu í Bretlandi. Tilgangur þessarar lagasetningar virðist vera að taka til í klámheiminum  og með henni er eitt og annað bannað.

Þar má nefna:
-Rassskellingar
-Hýðingar með áhöldum
-Innsetning einhverskonar hlutar með tengingu við ofbeldi
-Líkamleg eða munnleg misnoktun, óháð því hvort það sé samþykkt sé fyrir henni eður ei
-Urolagnia, betur þekkt sem vatnsleikir
-Hlutverkaleikir þar sem annar aðilinn þykist vera undir aldri
-Líkamlegar hindranir eða bindingar
-Niðurlæging
-Saflát
-Kyrking
-Andlitsseta
-Hnefun

Ekki binda, ekki meiða, ekki kalla hana druslu, ekki þykjast vera skóla stelpa, ekki halda um háls, ekki fróa henni of fast og ákaft með dildó... Jafnvel þó svo að hún vilji það! Í stuttu máli: Ekki sýna BDSM.
Ég get alveg tekið undir þá gagnrýni að segja að þessi lagasetning er aðkast að öllum þeim sem eru ekki vanillur í kynlífi. Allir eiga rétt á því að skoða og rannsaka eigin kynlanganir, með hvaða hætti sem þeir kjósa(innan skynsamlegra marka). En með þessari lagasetningu er verið að steypa alla í sama formið. Það er verið að gera ráð fyrir því að sama klámið virki fyrir alla. Það er verið að ýta undir einsleitni í klámheiminum og með því móti gefa það beint eða óbeint til kynna að óhefðbundið er ekki í lagi. Og það á tímum þegar hugmyndinni um að margbreitileiki sé góður er haldið hvað hæst á lofti.

Ef að bloggið mitt væri frá Stóra-Bretlandi þá yrði ég bara að láta hér staðar numið og hætta að blogga. Ég gæti þó mögulega falið mig á bak við það að bloggið mitt byggir að mestu leiti á presónulegri reynslu og er þá varla klám.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Sko, það er allt í langi á meðan það er minn fjölbreytileiki en ekki þinn fjölbreytileiki.

Vinsælar færslur