Af montprikum á snapchat

Ég keypti mér snjallsíma fyrir jólin og gaf kærastnum annan alveg eins í jólagjöf. Síminn minn var því ekki tekinn í noktun fyrr en einhverntíman milli jóla og nýárs. Auðvitað varð ég að fá mér snapchat eins og allir hinir og hef aðeins verið að fitka mig áfram í því.
Eftir smá facebookauglýsingu helltist yfir mig vinabeiðnum. Hvort tveggja vanillur og perralingar bættu mér við á listann hjá sér. Vanillurnar voru þó í miklum meirihluta. Þá aðallega tengdafólkið og gamlar vinkonur frá menntaskólaárunum, sem í dag eru ráðsettar mæður.
Eftir vel heppnað partý milli jóla og nýárs þá fékk dótið mitt að hanga á montprikinu áfram. Ég ákvað að taka mynd af því og senda einum perraling sem var fjarri góðu gamni í partýinu. Myndin var tekin og þar sem ég kunni ekki almennilega á forritið eða símann, þá ýtti ég hér og þar á skjáinn og allt í einu var myndin komin inn í My Story. Sem sagt: aðgengilega fyrir alla vina mína í sólarhring. Mín viðbrögð eru ekki alveg prenthæf, en ég get sagt ykkur að ég var ekki tilbúin að henda sjálfri mér út úr BDSM skápnum með þessu móti. Ég fékk skyndi-kvíðakast og vissi ekkert hvað ég gat gert til að fjarlægja myndina. Kvíðinn jókst eftir því sem lengri tími leið frá því ég setti inn myndina og eftir því sem fleiri kíktu á hana. Einn búinn að sjá hana.... tveir.... þrír.... og allir vanillur eftir því sem ég best veit. Ég vonaði bara heitt og innilega að þau föttuðu ekki á hvað þau væru að horfa, myndin var ekki alveg sú skýrasta í heimi og þar að auki á hlið. Í örvæntingu minni brá ég á það ráð að hringja í vin, sem var svo almennilegur að lóðsa mig í gegnum þetta. Alls ALLS ekki nógu hratt að mínu mati. Ég vildi losna við þetta ekki seinna en áðan og vildi helst eyða út snapchat aðganginum mínum. Á endanum hófst þetta, og myndinni var eytt, eftir að heilir fjórir höfðu skoðað hana. Fjórum of mikið að mínu mati samt.

Muna: Ekki senda dónamyndir fyrr en ég kann almennilega á símann og forritið sem ég er að nota!!

Ummæli

Vinsælar færslur