Enn meira af montprikum

Í alvörunni samt, þetta var ekki svona merkilegt montprik. Bara gardínustöng á vegg í íbúðinni sem við leigðum milli jóla og nýárs.
Eftir miklar vangaveltur þá komumst við að því að sennilega var tilgangur hennar að bera rúmteppið, sem var bæði stórt og mikið, þegar það var ekki á rúminu sjálfu. Engar leiðbeiningar fylgdu þó með, svo að gardínustöngin var notuð undir leikföngin mín.

Þegar fór að líða á seinnihlutann af verunni í bænum þá kíkti mágkona mín og hennar fjölskylda í heimsókn. Þar sem að ég er búin að þekkja þau meira en tvæ-vetur þá vissi ég að þau myndu vilja skoða íbúðina í krók og kima. Þar með var allt fjarlægt af montprikinu og stungið inn í skáp. Enda var það eiginlega það fyrsta sem þau gerðu var að kíkja inn í öll herbergin og þar á meðal svefnherbergið.
Fyrstu viðbrögð svila míns voru: Nei, það er svona stöng á veggnum, akkúrat til að binda konuna við. Perrinn í mér vaknaði um leið og ég þurfti að bíta í tunguna á mér til að segja ekki; Nei, veistu, hún er ekki nógu öflug til að binda konuna við hana en hentar vel í CBT og annað slíkt. Það er hægt að binda viðkomandi í rúmið eða á stól og...
Í staðinn muldraði ég eitthvað á þá leið að mig grunaði að þetta væri ætlað fyrir rúmteppið en annars hefði ég ekki hugmynd um afhverju stöngin væri þarna. Hinsvegar þá hugsaði ég mitt. Þetta var nákvæmlega sama hugdetta og hjá mér þegar ég sá prikið fyrst. Tilvalið til að binda einhvern við. Þetta er svolítið perralegur hugsunarháttur.
Núna er mig farið sterklega að gruna svila minn um meira en eitthvað vanilludót. Sá grunur er ennþá óstaðfestur en vísbendingarnar eru fyrir hendi. Einhverntíman þegar ég fékk að gista í íbúðinni hjá þeim, þegar enginn var heima, þá fann ég einmitt band í skúffu þar sem bönd ættu ekki að finnast, nema þau séu notuð í rúmförum....

Kannski er þetta samt bara minn sorahugur sem að leiðir allar mínar hugsanir inn á þessa braut þessa dagana.

Ummæli

Vinsælar færslur