Karlmenn í kuldagöllum

Í vetur hefur verið alvöru vetur. Mikið frost með tilheyrandi snjó og ís. Þar af leiðandi dró ég fram kuldagallann og var oftar en ekki í honum í frímínútum. 
Það er eitthvað við kuldakalla. Mér finnst minn ferlega kósý, en þegar meðal jóninn er kominn í kuldagalla þá verður hann talsvert eggjandi. Það er eitthvað við sniðið, karlmenn virka iðullega herðarbreiðari þegar þeir eru í kuldagalla og virðast einhvernveginn sterkari. Karlmenn í kuldagöllum bjarga konum í ógöngum. Þeir redda málunum þegar maður er fastur í snjóskafli eða spólandi í hálku. Þeir skella bara í eitt pelastikk, festa spottann í bílinn og kippa manni á rétta braut. Allan tíman eru þeir algjört augnayndi og gefa fantasíunum byr undir báða vængi. 

Íslenska hvunndagshetjan mín er karlmaður í kuldagalla.

Ummæli

Vinsælar færslur