Óður til leiksins

Eins og lesendur mínir vita þá er ég kinky og hneigist að BDSM og af þeim sökum þá á ég það til að sjá heiminn svolítið í því ljósi. Heimsóknir í byggingavöruverslanir verða fyrir vikið margfalt skemmtilegri. Ég vinn líka með börnum í frístundastarfi. Ég hef yndi og unun af því að vera í kringum þau og fylgjast með þeim í leik og starfi. Þau eru svo opin, frjáls og heiðarleg. Lífið hjá þeim virðist suma daga vera bara leikur einn. Þau koma askvaðandi og eru dottinn í leik áður en þau eru komin inn um dyrnar. Einn er mamman, annar er pabbinn og svo er það litla systir....

Þegar ég var að byrja í þessari vinnu þá minntist ég þess hvað mér þótti gaman að leika mér með búninga þegar var lítil. Þannig að ég ákvað að búa til smá búningahorn fyrir krakkana. Ég týndi til eitt og annað í kistu. Þar voru þrjú pör af dömuskóm, vesti, jakki, tveir eða þrír hattar, loðfeldur, nokkur pils, skyrta, kjóll og svo skellti ég hundaól og taum ofaní kassann, ásamt nokkrum vel völdum leikmunum.
Búningahornið er án efa vinsælasta leiksvæðið í vinnunni minni. Af öllu þessu sem ég skellti ofaní kistuna er hundaólin og taumurinn lang mest notað. Það er ekki óalgengt að mæta tveimur vinkonum í öðrum bekk á röltinu. Önnur íklædd flatbotna stígvélum sem ná henni upp á mið læri og eru að minnsta kosti fimm númerum of stór, silkiskyrtu sem er meira eins og kjóll á henni, með loðfeld um hálsinn og hatt á hausnum. Á meðan hin er henni við hlið í hundaól á fjórum fótum skríðandi um gólfin og geltandi. Mér finnst þessi sjón alveg æðislegt!
Ég hef tekið eftir því að sömu krakkarnir sækja alltaf í sömu hlutverkin. Það eru alltaf sömu krakkarnir sem slást um að fá að vera hundurinn, það eru alltaf sömu einstaklingarnir sem eru löggurnar í lögguleiknum og það eru alltaf sömu krakkarnir sem eru fangarnir í sjóræningjaleiknum og eru bundnir við ljósastaur með snúsnúbandi í frímínútunum. Í ljósi þess hve margir perralingar minnast einmitt þessara leikja úr barnæsku sinni þá velti ég því stundum fyrir mér hvort þarna séu á ferðinni perralingar framtíðarinnar. Þeir minnast þess þegar þeir voru bundnir við ljósastaurinn og fannst það alveg sérstaklega gaman, eða hvað það var skemmtilegt að vera bara alltaf í hálsól og elta vinkonuna út um allt án þess að fá einhverju um það ráðið og tjá sig með gelti og ýlfri.
Það hefur hvarflað að mér þegar ég horfi á leik barnanna að ég sé ef til vill að verða vitni að þessari dýrmætu reynslu og upplifun. Að þetta sé kannski sú reynsla sem þau horfa til baka á þegar þau eru orðnir fullorðnir perralingar. Ég velti því líka fyrir mér hvort ég muni ef til vill hitta þessa einstaklinga í BDSM senunni eftir 15 eða 20 ár.

Fræðimenn vilja meina að leikur barnanna sé mikilvægur þáttur í lífi þeirra. Í gegnum leikinn þá fá þau tækifæri til að læra, bæði á sig sjálf og umhverfi sitt. Þau læra samskipti og mörk. Þau læra að takast á við verkefni og leysa þau með gleði að vopni. Þau fá tækifæri til að prófa mismunandi hlutverk og takast á við ímyndaðar skyldur þess fullorðna og fá útrás í gegnum leikinn. Með þessa vitneskju að leiðarljósi þá horfum við sem eldri erum á leik barnanna með kímnum augum. Börn eru börn og þurfa að fá sitt svigrúm til að prófa sig áfram og til að leika sér.
Við sýnum börnunum umburðalyndi og skiptum okkur ekki af. Við reynum ekki að stýra eða stjórna leiknum heldur fær hann að renna sitt skeið óáreittur. Við gagnrýnum ekki það sem fram fer og við veltum því yfirleitt ekki fyrir okkur hvort það sem fram fer sé viðeigandi eða óviðeigandi. Börnin þurfa að fá þetta rými og frelsi til að leika sér og við veitum þeim það. Svo framalega sem leikurinn gengur vel fyrir sig og það eru engir árekstrar eða slagsmál. Það er jú það sem börnunum er hollast. En eftir því sem börnin eldast minnkar þetta umburðarlyndi gagnvart þeim. Ósýnlegt afl samfélagsins mótar þau að þeim viðmiðum og gildum sem ríkja og smám saman hverfur leikurinn. Það er ekki eins viðeigandi að fullorðnir leiki sér, fari í löggu og bófa eða vilji vera bundnir bara af því að það er gaman.

Innan BDSM samfélagins á Íslandi er líka talað um leiki. Við leikum okkur. Við förum í leiki. Við leggjum til hliðar skyldur okkar í smá stund og göngum inn í önnur hlutverk. Við sleppum okkur í núinu við að gera það sem okkur finnst skemmtilegt. Við förum út fyrir skilgreinda ramma samfélagsins á því hvað er æskileg og óæskileg hegðun. Á margan hátt leikum við okkur eins og börn. Sumir í bókstaflegri merkingu meira að segja. Hinsvegar þá mætum við ekki sama umburðalyndi og börnin.
Margir hverjir fá ekki rými eða frelsi til að leika á þennan hátt gagnrýnislaust, jafnvel þó að það sé gert af fyllsta öryggi og skaði engann (en það er einmitt undirstaða allra BDSM leikja). Það sama gildir eflaust um aðra sem stunda einhverskonar samfélagslegt jaðarsport.

Ég er svo heppin að enginn hefur skammast út í mína BDSM iðkun auglitis til auglitis, enda er maður svosem ekkert að flagga því að maður sé virkur perralingur í frítímanum. Hinsvegar þá hef ég orðið vitni að vinnustaðaumræðum um ónáttúru þess að stunda BDSM. Ég hef heyrt raddir tala um að fólk sem stundi þetta hljóti að vera veikt á geði eða hafi orðið fyrir ofbeldi í æsku. Ég hef lesið athugasemdir á netinu sem voru vægðarlausar gagnvart BDSM og byggðu á fordómum og vanþekkingu.
Já, ég veit að staðalímyndin er dökk, grimm og ljót. Bálreiða latexklædda dómínan sem eys skömmum yfir þann undirgefna og gengur á bakinu á honum í pinnahælum. Og ekki má gleyma sveitta graða leðurklædda ofur-drottnaranum sem lemur og niðurlægir litlu nöktu undirgefnu stelpuna. Hvort tveggja sýnir BDSM iðkun á yfirborðskenndan hátt. Hún gefur ekki rétta mynd af því trausti og þeirri vinnu sem þarf að eiga sér stað til allir njóti þess sem fram fer. Þetta er eins og með ísjakann. En á meðan maður sér heil 10% af honum, þá held ég að auga áhorfanda nái aðeins að fanga 5% af því sem er að gerast í BDSM leik og mun minna ef að um ljósmyndir er að ræða.

Í dag er fjölmenning og margbreytileiki rosalega vinsæl hugtök. Við eigum að vera fjölmenningarlegt samfélag og hylla undir margbreytileika því að það er styrkur fólginn í honum. Samfélag sem einkennist af fjölmenningu og margbreytileika er sterkt og gott samfélag. Hinsvegar er það ekki rétt nema að því fylgi umburðalyndi og að fólk sé tilbúið til að veita margbreytileikanum svigrúm til að dafna.
Ég vil að við, fólkið og einstaklingarnir sem byggjum upp íslenskt samfélag, förum meðvitað að iðka umburðalyndi gagnvart öðrum. Veitum öllum frelsi og svigrúm til að iðka sína leiki líkt og við gerum gagnvart börnunum okkar. Látum ekki þetta ósýnilega afl samfélagsins bæla niður huga unga fólksins okkar heldur sýnum þeim skilning og hvetjum þau til að tala um hvatir sínar og langnir. 
Margir forðast að ræða um málefni tengd kynlífi og kynhegðun við ungt fólk því þeir telja að það verði til þess að ýta undir kynlífsiðkun þeirra. Rannsóknir hafa hinsvegar sýnt fram á að upplýst ungmenni byrja ekki að stunda kynlíf fyrr en önnur. Hinsvegar, þegar að til þess kemur þá gera þau það á ábyrgari máta en ella.

Börnin okkar og ungmenni munu erfa landið. Það er staðreynd. Það er draumur minn að þeirri leikir muni aldrei stoppa, heldur að þeir muni taki breytingum eftir því sem einstaklingarnir þroskast og eldast. Minn draumur er jafnframt að samfélagið okkar veiti okkur öllum svigrúm og frelsi til að leika okkur, á hvern þann máta sem við kjósum. Leikurinn er magnað tæki í hvaða mynd sem er, og ég vil meina að hann gefi öllum færi á að þroskast og eflast sem einstaklingar, á hvaða aldri sem við erum.

Ummæli

Vinsælar færslur