Senan

Ég hef stundum vísað í senuna í færslunum mínum eins og allir eigi að vita um hvað ég er að tala. Ég held samt að fáir átti sig almennilega á þessu hugtaki. Senan á við um það félagslíf og samfélag sem er í kringum BDSM lífið á Íslandi. Senan samanstendur af fólkinu og viðburðunum sem eru í gangi hverju sinni. Öflug og virk sena stendur fyrir tíða og vandaða viðburði sem vel eru sóttir. Þar ber að nefna munchin, bandbrjálæði, partý, bæði opinber og einkapartý, bústaðaferðir, grillhittinga, námskeið og allt annað sem fólki dettur í hug að gera saman.
Kostur þess að vera í senunni er að í henni er fullt af frábæru, fróðu og öflugu fólki. Með góðu fólki verður senan enn öflugri, með fleira fólki verður hún enn fjölbreyttari og allir ættu þá að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Að sama skapi þá fylgir því visst öryggi að vera í senunni og leika við fólk innan senunnar. Það hefur sýnt sig að fólk sem hefur eitthvað misjafnt í pokahorninu þrýfst ekki í senum og dettur fljótlega úr þeim aftur ef að það gengur yfir höfuð í þær. Senan stendur einnig fyrir leikpartýum. Fyrir nýliða eru þau einmitt kjörinn staður til að stíga sín fyrstu skref í leik. Þangað mætir fólk sem hefur reynslu og ánægju af því að leika. Hægt er að biðja það um leik, en að sama skapi getur það leiðbeint nýliðum og hefur vakandi augu fyrir því sem fram fer.

Ummæli

Vinsælar færslur