Af BDSM leikjum og safláti

Í vetur fór ég í svakalegan BDSM leik. Þessi leikur var æðislegur og munnvikin á mér lyftast í sælubrosi bara við tilhugsunina og minninguna um hann. Ég fór á algjört flug í þessum leik og lenti ekki fyrr en mörgum dögum seinna.

Það er alveg magnað við svona leiki að maður missir allt tímaskin, allt raunveruleikaskin og minnið fer svolítið í klessu. Áreitið og álagið í svona leik er alveg svakalegt svo að öll venjuleg skynjun fer einhvernveginn alveg úr skorðum.

Daginn eftir þá sat ég minntist þess sem við gerðum. Já, það var þetta... við vorum í stofunni... við byrjuðum í stofunni... ég var bundin... svo stóð ég þarna, þá var ég ekki bundin... og við enduðum inni í rúmi. Hvernig komst ég þangað? Svo man ég að við gerðum þetta.... og þetta... og svo gerum við svona... Nei, bíddu, þá vorum við frammi.... Hmm.... og svo gerðum við þetta...
Í minningunni eftir leikinn er þetta bara flækja af allskonar tilfinningum, gjörðum og atburðum sem lítið samhengi er í eða samfella. Megnið af deginum eftir fór í að greiða úr flækunni og púsla saman leiknum. Lið fyrir lið, atburð fyrir atburð.... Og svo var það saflátið! Ég man eftir því.
Ég stóð á stofugólfinu, höndin hans var á snípnum á mér, fitlandi við hann, hratt en laust... Alveg passlegt.... Sem varð svo alveg aðeins of mikið. Taugatitringur fór um mig og ég skalf. Hann sagði mér að vera graf kyrr. Mér tókst það með því að halda niðri í mér andanum og bæla tilfinninguna um fitlið. Þá sagði hann mér að anda. Sem að ég gerði, því ég geri alltaf eins og mér er sagt. En þá fór ég aftur að skjálfa. Þá kom líka þessi tilfinning.
Þessi sterka tilfinning um að ég þyrfti að pissa. Ég vissi að ég þurfti ekki að pissa, svo það kom bara eitt til greina: Saflát.
Ég get fengið saflát við mikla örvun. Og þetta var vægast sagt mikil örvun.
Ég barðist gegn því, ég kreysti saman grindarbotninn eins og ég ætlaði að halda í mér. En þegar það er verið að fitla svona mikið við mig er það hægara sagt en gert. Áður en ég vissi af þá gusaðist buna beint á gólfið. Það kom víst leikfélaganum verulega á óvart og það hlakkaði í honum. Ég get svo svarið það að hann gaf í frekar en hitt. Ég hætti að reyna að berjast á móti þessari tilfinningu sem heltók mig. Önnur gusa kom fljótlega á eftir og það sem ég man var að örvunin var orðin svakalega mikil. Of mikil. Alltof mikil. Ég fór að iða um og berjast gegn því. Ég vildi ekki að hann héldi áfram en á sama tíma vildi ég ekki að hann myndi hætta.... 
Eftir talsvert ið hjá mér og fitl hjá honum þá snéri hann sér samt að öðru...

Í spjalli sem við áttum eftir þennan leik fórum við að bera saman bækur okkar. Honum fannst virkilega gaman af saflátunum í mér. “Alveg báðum tveimur”, svaraði ég. Þá fékk ég að vita að það hefðu verið að minnsta kosti þrjú, ef ekki fleiri. Ég eiginlega trúði honum ekki. Ég man skýrt og greinilega eftir tveimur! Bara tveimur! Hinsvegar man ég eftir iði og of mikilli örvun og að ég var eiginlega út úr heiminum.... Þannig að já, það getur vel verið að það hafi verið þrjú eða fleiri.
Þannig að það er ekki nóg með að ég þurfi að púsla saman brotum af leiknum sem ég man eftir. Hvað um öll þau brot sem ég man ekki eftir?

Ummæli

Vinsælar færslur