Krakkar

Mér finnst alveg frábært að vinna með börnum og unglingum og það að hafa fengið að kenna kynfræðslu hefur verið meiri lærdómur fyrir mig heldur en nokkurntíman fyrir þau sem sátu hana.

Ég man eftir einu skipti þar sem umræðan var um hjálpartæki ástarlífsins. Eðlilega eru krakkar forvitnir um það og ég var spurð hvar þau fengjust. Ég benti á verslanir á fróni. Adam og evu, Tantra og svona, en sagði jafnframt að maður yrði að vera orðinn 18 ára til að versla þar. Ein stúlkan spurði hvort maður mætti ekki fara í fylgd með foreldri, sem að sjálfsögðu má, en fæstir eru tilbúnir í að gera.
Krakkarnir voru ekki lengi að finna út leið til að kaupa leikföngin án þess að ná tilskyldum aldri eða í fylgd með fullorðnum. Einn benti á að hægt væri að panta þetta á netinu. Ég svaraði til baka að til þess að kaupa hluti af netinu þurfi maður kreditkort eða álíka kort og þar með myndi kennitalan og aldurinn fylgja með.
Annar kom með lausnina. Maður kaupir sér gjafakort. Gjafakortin eru eins og depetkort, maður kaupir ákveðna upphæð og getur notað hana í hvað sem hugurinn girnist. Engin kennitala fylgir kortinu, svo ekki er hægt að sýna fram á að handhafi kortsins sé undir aldri. Handhafi kortsins getur notað það til að panta á netinu....

Þau voru ekki lengi að fatta þetta. Þetta er eitthvað sem ég vissi ekki og þessi tækni var ekki til þegar ég var lítil. Annars hefði ég svo sannarlega nýtt mér þetta.

Ummæli

Vinsælar færslur