Meira af skyndileiknum

Framhald af síðustu færslu...

Eftir að við vorum búin að hamast eins og enginn væri morgundagurinn lá ég þarna við hlið sofandi leikfélagann, innpökkuð í plast að ofan og gat ekkert gert annað en að vera bara þarna. Þetta var ferlega notalegt til að byrja með, fyrst um sinn naut ég þess að vera þarna. Ég naut nálægðarinnar, ég var ennþá mjög hátt uppi og þessi aðstaða veitti mér einhver undað og fróun, að vera bara þarna og geta ekkert gert í því. En svo leið tíminn og enn hraut leikfélaginn.

Hægt og rólega lenti hugur minn á jörðinni og verandi ég þá varð ég hálf óþreyjufull. Ég vildi samt ekki trufla leikfélagann, því enn fannst mér aðstæðurnar mjög notalegar.
Ég lét því hugann reika.... og einhverra hluta vegna fór ég að velta því fyrir mér hvað ég myndi gera ef að eitthvað kæmi fyrir hann, ef að hann myndi skyndilega verða meðvitundarlaus, eða... gufa upp... eða eitthvað. Ég vissi vel að líkurnar á því væru ákaflega litlar, en engu að síður, þegar ég hef ekkert að gera þá vill hugur minn búa til ótrúlegustu aðstæður sem ég gleymi mér í.

Ég fór yfir aðstæðurnar í huganum, ég gat ekki notað hendurnar, eða nánast ekkert. Í látunum í leiknum hafði þó önnur höndin losnað það mikið að ég gæti náð henni að einhverju leiti undan plastinu og notað hana. Höfuðið á mér var plastað, svo ég sá lítið sem ekkert. Ég myndi kannski ná að spýta gaginu út úr munninum á mér án hjálpar... Ég prófaði það þar sem ég lá þarna og komst að því að það er hægara hugsað en gert.
Ég kæmist auðveldlega fram úr rúminu. En þá er það spurningin, var hurðahúninn á herberginu þannig að nóg væri að ýta honum niður eða var hnúður á honum sem þyrfti að snúa til að opna hurðina. Ég mundi það ekki í svipinn en rámaði í að það væri hnúður. Það gæti orðið vesen! Ég gæti örugglega opnað hún sem væri á hinn veginn...
Ok, þá væri ég komin fram á gang. Ég rataði nokkurnveginn um íbúðina. Spurningin væri þá; hvað myndi ég gera? Ef að ég kæmist yfir síma gæti ég hringt eftir hjálp. Síminn minn var í jakkanum í forstofunni. Gæti ég með takmarkaðri annarri hendi náð í hann? Ég var ekki viss um það... Leikfélaginn átti snjallsíma sem ég vissi ekki hvar var og gæti ekki notað, þar sem ég sá ákaflega takmarkað. Hitt í stöðunni væri að fara út og kalla eftir hjálp. Mér fannst það eiginlega verri kosturinn, verandi innpökkuð í plast að ofan og nakin að neðan. a) Mér yrði rosalega kalt. b) Ég myndi valda þeim sem sæi mig taugaáfalli. c) Verandi í fáfarinni íbúagötu þá myndi ég ekki vita hvar eða hvenær ég myndi rekast á vegfaranda sem gæti aðstoðað mig, sem yrði til þess að liður a) yrði þeim mun meira vandamál.... Ég gæti reynt við íbúa næsta nágrennis og bankað upp á, en það var heldur ekki sérlega spennandi hugmynd....
Hugrenningar mínar náðu ekki lengra því á þessum tímapunkti rankaði leikfélaginn við sér.

Ummæli

Vinsælar færslur