Partý

Fyrir rétt tæpri viku var leikpartý í Reykjavíkinni. Ég kíkti við, því leið mín lá í gegnum stór-höfuðborgarsvæðið þetta kvöld. Þegar mig bara að garði var sýnikennsla í gangi. Í miðjum salnum var bundin stúlka og verið var að lemja hana. Inn á milli stoppaði domminn og sagði frá, hvað hann væri að gera og afhverju. Hvað væri skemmtilegt að gera í þessari aðstöðu o.s.frv.
Ég skoðaði fólkið sem var þarna saman komið. Þarna var slatti af nýliðum, eða að minnsta kosti nokkur andlit sem ég hafði ekki séð áður. Þarna voru fleiri en oft höfðu mætt á svona viðburð og ég fann til mín að vera bara í venjulegum fötum, en ekki upp á búin. Planið var samt bara rétt að reka inn nefið.
Samt... fyrst ég var þangað komin, og frekar hátt uppi, og mjög þurfandi, þá næstum því alveg óvart snéri ég mér að næsta manni og bað hann um að lemja mig. Hann var alveg til í það og fór strax í að setja upp aðstöðu til að leika. Það var ekki fyrr en þá að ég fattaði eitt smáatriði sem gerði það að verkum að ég var örlítið stressuð þegar að áslættinum kom. Það var ekki það að ég hafði aldrei gert neitt með þessum manni áður, það var ekki það að ég var ekki fín til fara, eins og ég vildi helst vera, heldur bara í íþróttabuxum og síðerma bol, það var ekki það að það stóð til að lemja mig innan um hóp af fólki, eða að ég væri ekki vön að vera laminn í þessari stellingu. Það angraði mig ekki einusinni að ljósmyndarinn spurði hvort hann mætti mynda athæfið....
Ég var bundin niður á borð, hann hitaði rassinn á mér vel upp áður en fór að beita einhverju afli á afturendann á mér. Ég fann hvernig blóðið þaut út í húðina og ég hitnaði á botninum, ég fann endorfínið flæða og fljótlega var ég farin að stynja við hvert höggið sem lenti á mér. Ég naut þessa í botn og gleymdi stað og stund. Ég veit ekki hvað lengi við vorum, hverjir fylgdust með eða hvað var í gangi í kringum mig. Ég bara naut þess sem fram fór. Þegar hann svo losaði mig settumst við á bekk, spjölluðum, hlógum, föðmuðumst og allt í einu fattaði ég að ég hafði stoppað mun lengur í partýinu en ég ætlaði mér.
Ég ákvað að drífa mig og halda ferðalaginu áfram. Alla leiðina á áfangastað (ca. 2 klst akstur) var mér heitt á rassinum. Sætishitarinn var ekkert notaður þá ferðina þökk sé þessari yndislegu rassskellingu.
Varðandi þetta smáatriði sem ég minntist á áðan: ég var ekki í neinum nærbuxum.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
hvar eru myndirnar?
Prinsessan sagði…
Það er nú það...

Vinsælar færslur