DS eða SM

Ekki alls fyrir löngu átti ég samtal við mann sem var að tala um leiki. Hann talaði um DS og SM leiki. Ég hafði aldrei skilið eitthvað sérstaklega þarna á milli, en um leið og hann sagði þetta áttaði ég mig á muninum.

DS leikir byggja á valdaleikjum. Annar aðilinn hefur stjórnina og valdið yfir hinum. Hinn aðilinn er undirgefinn og gerir það sem drottnandi aðilinn segir. Þessir leikir snúast um drottnun, völd og stjórnun.

SM leikir byggja á líkamlegum upplifunum, sársauka og bindingu. Annar aðilinn pínir hinn líkamlega á einhvern máta. Getur verið fólgið í bindingum, floggun, klemmum, kertavaxi eða hvað sem er annað. Annar aðilinn er vissulega við stjónina, en áherslan er meira á hvað er gert. Leikurinn snýst ekki um völd og stjórnun heldur hvað er gert.

Einstaklingur getur nefninlega hæglega verið haldinn kvalalosta(e. sadist) án þess að vera drottnandi, að sama skapi getur einhver hæglega verið haldinn kvalaþorsta (e. masochism) án þess að vera undirgefinn. Svo má líka vera drottnandi án þess að vera haldinn kvalalosta. Eða undirgefinn án þess að vera haldinn kvalaþorsta.

Eitt það fallegasta og yndislegasta við BDSM er einmitt að það má allt!

Ummæli

Vinsælar færslur