Þegar gráir skuggar berast til tals þá dettur mér alltaf Stuðmannalagið Í bláum skugga í hug.
Ég tók mig til og snéri textanum yfir á skemmtilegri og dónalegri brautir.

Í gráum skugga, í broshýrum leik.
Ég á svipu, ef að ertu mjög keik
En vina mín, þú þarft ekk' að vera smeik

Ég á flogger, ólar og bönd
Ég kannsi tek þig, og bind' upp á rönd
og sendi þig beint inn í draumanna lönd.

Og þegar aftur þú kemur til mín
Eftir leikinn og draumanna sýn
ó vina mín, þá ertu svo falleg og fín

Ummæli

Vinsælar færslur