Gefin loforð

Í þar síðustu færslu lofaði ég að segja ykkur meira frá útlendinginum mínum. Ég rakst á hann fyrir tilviljun inni á einum stefnumótavef landans þar sem hann sagðist vera tímabundið á landinu. Ég sagði hæ og eitt leiddi af öðru og allt í einu var ég á leiðinni að hitta manninn.

Við mæltum okkur mót á kaffihúsi skammt frá hótelinu sem hann dvaldi á, enda lá það vel í loftinu í hvað stefndi.
Ég sat og sötraði latte þegar eldri maður stendur við borðið hjá mér. Ég brosi mínu blíðasta og býð honum sæti. Við spjöllum um lífið og tilveruna, Ísland, álfa og tröll og eftir talsvert spjall bauð hann mér með sér upp á hótel. Ég hafði tekið dótatöskuna með, að ósk hans, og hlakkaði pínu til að sýna honum það sem leyndist þar og mögulega nota það líka. Þegar upp á hótel var komið pakkað upp úr töskunni og leikurinn hófst.

Og vá!! Hann var yndislegur í alla staði og svo góður fyrir sjálfið að það hálfa væri nóg! Hann vildi endilega sjá mig í korsetti, og ég með glöðu geði klæddi mig upp fyrir hann. Svipurinn á honum þegar ég kom út af baðherberginu klædd í partýgallann var óborganlegur! Augun ætluðu út úr honum og hann varð að fá að strjúka og snerta allt. Hann dáðist að mér með snertingum, áhorfi og orðum. Ég var orðin eitt sólskinsbros og kvöldið var rétt að byrja.

Ég entist ekki lengi í partýgallanum og var fljótlega orðin nakin, stynjandi og að engjast um í rúminu undan atlotum hans. Þessar hendur! ..og þessi munnur! Bara við tilhugsunina um það fer smá firðingur um mig. Honum var það lagið að snerta mig akkúrat eins og ég vildi, létt, laust og leikandi, á milli þess sem hann tók fastar á mér. Ég var algjörlega komin í sjöunda himinn.

Rúsínan í pylsuendanum er að mín viðbrögð við hans atlotum var hans helsta kikk í leiknum. Óseðjandi sem ég er, þá voru atlotin allt að því endalaus frá hans hendi. Í hvert skipti sem hann gerði eitthvað brást ég við, og það að ég brást við æsti hann, þannig að hann gerði bara meira og meira af því.

Hann hafði líka einstakt lag á því að finna alla þessa litlu, furðulegu bletti sem fá mann til að fuðra upp af sælu, og hann nýtti sér það út í ystu æsar.

Ofan á þetta allt saman þá fór það ekki á milli mála í leiknum hver hélt um stjórntaumana. Hann vissi upp á hár hvernig hann vildi mig og lét mig finna það vel. Ef að ég hreyfði hendurnar úr stað tók hann um úlnliðina á mér og hélt þeim niðri, skilaboðin voru alltaf skýr: Hann réði! Hann réði hvað og hvernig, og ég gerði bara nákvæmlega það og ekkert annað.

Þegar ég er spurð að því hvað heillar mig við BDSM þá segi ég frelsið, frelsið frá því að þurfa að vera við stjórn, frelsið frá því að þurfa að vera eitthvað og taka ábyrgð, freslið til að vera bara. Þarna fann ég einmitt þetta frelsi og það öryggi sem felst í því. Ég þurfti ekki að spá í hlutunum, hvort ég ætti að gera svona eða hinsveginn, hvort hann myndi fíla þetta eða hitt. Hann sá bara um það. Ofaná það þá var hann ekki spar á hrósið. Hann hrósaði öllu við mig! Þessa kvöldstund fann ég akkúrat það sem mig vantaði. Frelsi, öryggi, leik, vinskap, aðdáun, hlýju og skemmtilegt spjall.

Stóri gallinn í þessu öllu saman er auðvitað að hann var bara tímabundið á landinu.... annars væri ég eflaust komin í áskrift hjá honum.

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Mikið hefði verið gaman að vera fluga á veggnum þarna

Vinsælar færslur