Netverjar

Eins og glöggir lesendur mínir vita þá hangi ég svolítið á netinu. Perrarúnturinn minn samanstendur af fetlife.com, einkamal.is, collarspace.com og öðrum samfélags og stefnumóta síðum þar sem ég er ýmist í leit að spjalli, fræðslu, eða lesendum á bloggið mitt. Óneitanlega hefur maður þá verið í samskiptum við margan netverjan.

Um daginn þegar ég var að skoða notendur einkamal.is og fetlife.com fór ég að velta því fyrir mér hvað það er sem ég spái í í þessum efnum.
Ég get verið alveg hræðilega smámunasöm þegar kemur að netsamskiptum og þar eru margir þættir sem spila saman.

Í fyrsta lagi er það notendanafnið.  
Þar sem notendanafnið er manns annað eiginnafn ætti það að vera með stórum staf. Nema ef að við förum í sub/dom pælingarnar. Ég kýs íslensk notendanöfn fram yfir erlend. Einföld notendanöfn eða lýsandi heiti, án aukastafa. Fyrir mér hefur það ákveðinn sjarma og ber vitni um sjálfsöryggi. Að viðkomandi hafi haft fyrir því að finna gott notendanafn en er ekki bara með tiliadridanuna (sem er eitthvað sem maður þarf að pæla í, greiða úr og skilur ekki mikið eftir), heldur gæti virkilega átt við viðkomandi sem persónu. Ég er samt mjög hrifin af notendanöfnum sem sýna að eigandinn hafi húmor. Svo sem: BjeDjeEssEmm inni á einkamal.is. 
Sumir stafir virðast heilla mig meira en aðrir. Notendanöfn sem byrja á B, D, H, L, M, R, S og T, og allt samhljóðar. 

Í öðru lagi stafsetning og málfar. 
Auglýsingar og prófílar sem eru vel skrifaðar, með réttri stafsetningu og góðu málfari ná betri árangri en hitt. Til eru dæmi þess að ég hef sleppt spjalli við einhvern vegna snubbóttrar auglýsingar, lélegrar stafsetningar og málfars sem er út úr kú. Íslenska er okkar mál og ég hef þar af leiðandi ekki mikið umburðarlyndi fyrir enskuslettum. Því síður óþarfa skammstöfunum og styttingum.

Í þriðja lagi er það lengd auglýsingar eða prófíls. 
Ekki of langt og ekki of stutt. Ekki bara tvær setningar og ekki heldur heil ritgerð. Á bilinu 100 til 300 orð þar sem persónuleikinn fær að skína í gegn. Ekki textar og skrif frá öðrum, heldur eitthvað frá viðkomandi sjálfum. 

Skemmtilegt notendanafn, góður prófíll/auglýsing þar sem persónuleikinn fær að skína í gegn og málfar og stafsetning er góð. Svo ég tali nú ekki um ef að það er smá húmor í auglýsingunni... Þá er ég fallin. 

Ummæli

Vinsælar færslur