Orð og orðfæri II

Annað svona orð sem ég rakst nýverið á er cisgender. Cisgender er víst andstæðan við transgender og á við um fólk sem samsamar sig því líffræðilega kyni sem það fæddist í.
Þetta er líka alveg nýtt fyrir mér, en þetta þykir víst gott í umræðunni um fólk sem er öðruvísi. Í staðinn fyrir að tala um að vera "eðlilegur" eða "venjulegur" er hægt að nota svona heiti. Með því móti er transfólki sýnd ákveðin virðing, þ.e. þeirra háttur er þá ekki lengur óeðlilegur eða óvenjulegur, heldur bara einfaldlega óalgengur.

Ég er þá cisgender, demi-sexual stelpa, ég lít samt ennþá á mig sem try-sexual sko...

Ummæli

Vinsælar færslur