Orð og orðfæri

Ég hef verið að rekast á orð og orðfæri sem eru ný í mínum eyrum. Undanfarnar vikur hefur hugtakið demi-sexual átt hug minn. Samkvæmt urban dictionary laðast sá sem er demi-sexual aðeins að einstaklingum sem þeir hafa myndað einhverskonar tilfinningalega eða andlega tengingu við. Ég er að leita að góðri íslensku heiti yfir þetta fyrirbæri. Persónulega finnst mér hálf-kynhneigður ekki eiga alveg nógu vel við.

Hinsvegar þá sé ég sjálfa mig algjörlega í þessum pakka, ég hef eflaust tönglast á þessu fram og til baka hérna á blogginu mínu. Ég er að eltast við pakkann, ég er ekki að spá það mikið í útlitið, ég þarf að laðast að persónunni til að vilja gera eitthvað kynferðisleg (eða BDSMlegt) með henni. 
Ég þarf fyrst að vita hvað viðkomandi gerir, hvaða skoðanir og viðhorf hann hefur, hvernig hann sér lífið áður en ég fer að spá í það hvort að það væri ekki gaman að gera eitthvað með viðkomandi. 

Inni á urban dictionary var þetta sett svona fram: 

Mögulegur bólfélagi: Hey, mér finnst þú sexy! ;o) *graður*
Demi-sexual einstaklingur: Ég þarf að ná vissri nánd með þér áður en ég get sagt að ég sé sama sinnir. :o/
Mögulegur bólfélagi: Ó, ég skil. :o( Við gætum samt gert eitthvað skemmtilegt saman. 
Demi-sexual einstaklingur: Já, við getum bakað saman köku núna. 
Mögulegur bólfélagi: Endilega. Það er alltaf skemmtilegt, en við virðumst samt vera að gera talsvert af því. 
Demi-sexual einstaklingur: Jey... :o) Tengslatími (e. bonding time)

Eigum við að fara að baka? Ég á ofn ef þú átt bökunarvörur.

Ummæli

Vinsælar færslur