Sambúð

Þessa dagana hef ég verið í vinnu úti á landi. Ég sjálf bý úti á landi og finnst frekar skrítið að nota þetta orðfæri yfir vinnuna mína. En hún er allavega meira úti á landi en þar sem ég bý og alveg í hina áttina. Það er ekki hlaupið að því að keyra á milli dags daglega, svo að ég mæti í vinnuna á mánudögum og fer heim ýmist á fimmtudögum eða föstudögum. Á meðan ég er í vinnunni deili ég húsnæði með frábæru erlendu fólki sem er eitthvað að slá sér upp.

Einn morguninn í vikunni vaknaði ég frekar snemma og ákvað að nýta tímann áður en ég átti að mæta til vinnu í lærdóm. Einhver hafði verið á ferli fyrr um morguninn svo ég gerði ráð fyrir því að annar helmingur parsins hafi farið að vinna. Eftir góða stund við bókarlestur heyrði ég furðulegt hljóð frá svefnherbergi þeirra. Það var eitthvað á þessa leið: ohh... ahh....OOOhhh.... 
Jább!!. Ég heyrði skýrt og greinilega í lokasprettinum hjá honum! Þetta gerðist skyndilega og tók fljótt af en þetta hefur verið hörku fullnæging. Ég brosti með sjálfri mér og velti því fyrir mér hvort það væri venjan hjá honum að stynja svona svakalega við sjálfsfróun. Svo hélt ég áfram að læra.

Ekki löngu eftir svanasönginn frá svefnherberginu varð ég vör við umgang. Mér varð litið upp úr bókinni og þá var það kven-helmingur parsins. Þessi svaka sjálfsfróun hefur þá verið eitthvað mun meira en það, því fljótlega birtist karl-helmingur parsins líka. 

Þetta er gallinn við að þurfa að deila ákaflega hljóðbæru húsnæði með fólki. 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þú vilt ekkert spyrja þau hvort þeim vanti aðstoð við fullnægingarnar?

Vinsælar færslur