Skilyrðing

Undanfarin ár hef ég ekki notað aðra getnaðarvörn en smokkinn. Enda er hann að mörgu leiti besta getnaðarvörnin sem hægt er að nota. Þetta er eina vörnin sem við höfum gegn kynsjúkdómum (að frátalinni munnmottunni, sem ég veit lítið sem ekkert um). Hann hefur ekki áhrif á líkamsstarfsemi. Hann er auk þess mjög handhægur og ef að hann er til þá er hann tilbúinn til noktunar. Sem er allt gott og blessað.

Í dag er ég orðin skilyrt gagnvart honum. -Fyrir þá sem ekki vita hvernig skilyrðing virkar þá er hún lífeðlislegt viðbragð við áreiti sem undir venjulegum kringumstæðum kallar ekki fram þetta viðbragð. Í mínu tilfelli er það þannig að þegar leikurinn er í gangi og það kemur pása og ég heyri að smokkur er opinaður, þá finn ég hvernig líkaminn bregst við. Ég æsist enn meira, ég blotna og það fer fiðringur um mig því ég veit hvað koma skal. Og það er ekki bara það að ég veit hvað koma skal, líkami minn veit hvað koma skal og fer að undirbúa það með þessum hætti. 

Það er hægt að ganga mjög langt með skilyrðingar af þessu tagi. Ég hef hef heyrt og lesið um einstaklinga sem eru skilyrtir þannig að þeir fá fullnægingu við orð eða gjörð, eða setningu. Það finnst mér ákaflega skemmtileg og heillandi tilhugsun. Að geta sagt "1...2... 3... og fáðu það!"  Og viðkomandi gerir bara nákvæmlega það! Hinsvegar þarfnast það talsverðrar vinnu og þjálfunar ef að það á að ganga svo langt.  

Ummæli

Vinsælar færslur