Um daginn datt ég í skemmtilegt spjall við erlendan mann sem er tímabundið á landinu vegna vinnu. Af því að hann er bara tímabundið á landinu þá sló ég til í hitting með syndsamlega stuttum fyrirvara. Sá hittingur var framar björtustu vonum og mér finnst að allir eigi að leika við einn svona útlending á lífsleiðinni. -Ég ætla að segja ykkur allt um það seinna.

Nema hvað, eftir svona vel heppnaðan hitting langaði mig að sjálfsögðu í meira. Hann var til og ég var meira en til, svo ég kíkti til hans á hótelið í gærkvöldi. Af því að ég átti erendi í borgina morguninn eftir var ég búin að sníkja gistingu hjá honum allt.
Ég bjóst við smá leik, keleríi og kúri og að við færum svo bara að sofa. Enda hefur sá hátturinn verið á svona leikjum hingað til og auk þess kvaðst hann vera þreyttur eftir langan vinnudag.
Hinsvegar var þessi smá leikur enginn smá leikur! Kelerí og kúri var fagmanlega blandað saman við leikinn en það fór ákaflega lítið fyrir svefninum. Við tókum nokkurra tíma syrpu, sofnuðum svo og einhverntíman um nóttina rumskaði ég, og svo hann, og þá var tekin önnur væn rispa. Um morguninn þegar vekjaraklukkan hringdi var snúsinu sleppt og þriðja rispan tekin. Í dag er ég líka helaum í suðri og finn vel fyrir leiknum í öllum líkamanum og mér líður svo vel!! En ég er líka óendanlega þreytt og held illa einbeitingu við það sem ég ætti að vera að gera.

Hefði ég kosið að sleppa því að leika og fá að sofa? Ekki séns!!

Ummæli

Vinsælar færslur