Aðsend fantasía

Ég fékk eftirfarandi fantasíu senda í pósti. Einhverra hluta vegna snerti hún streng innra með mér. Mér finnst hún meira en lítið æsandi og bað um leyfi að fá að deila henni með ykkur, lesendur góðir.

Það er rigning úti, þú hleypur út úr bílnum og leitar að staðnum sem að ég lýsti fyrir þér. Eftir smá stund finnur þú staðinn og pakkann sem að bíður eftir þér. Þú hugsar: ,,skyldi hann vera hérna og horfa á mig". Þú lítur í kring um þig en sérð ekkert nema myrkrið, rigningin dynur á þér og þú finnur að þú ert að verða rennandi blaut. Þú flýtir þér aftur í bílinn og setur miðstöðina í botn, hvað skyldi vera í pakkanum? Þú rífur hann upp og skoðar innihaldið, það færist bros yfir andlitið og þú getur ekki beðið eftir að prófa. Þú hallar aftur sætinu og smokrar þér úr þrönga stutta pilsinu. Þú klæðir þig í nærbuxurnar sem voru í pakkanum og reynir að stilla þig um að snerta þig í leiðinni. ,,Hvað ef hann stæði fyrir utan bílinn og sæi mig" ætti ég að læsa? Þú smokrar þér aftur í pilsið sem er svo þröngt að það sýnir hverja einustu línu á lærunum og rassinum. Fokk!!! ...af hverju var engin fjarstýring í pakkanum? Þú skoðar betur í pakkann og sérð umslag, þegar þú opnar það dettur bíómiði og bréf með leiðbeiningum sem segir þér að setjast í miðjan bíósalinn. Þú skoðar bíómiðann og sérð að myndin byrjar eftir korter. Þú keyrir eins hratt og þú þorir í áttina að bíóinu og þegar þú kemur hlaupandi inn í salinn er búið að slökkva ljósin. Salurinn er fullur af fólki en þú finnur samt laust sæti í miðjum salnum. Þú lítur í kring um þig, ...ætli hann sé hérna? ...hvernig ætli að hann líti út? ...er einhver sem að ég þekki hérna? Þú reynir að horfa á myndina en getur ekki hætt að hugsa, ...hvar er hann? ...ætli hann sé að horfa á mig? Allt í einu finnurðu fiðring á milli fótanna, tækið í nærbuxunum er farið að titra, ætli einhver heyri í því? þú lítur á mennina við hliðina á þér en þeir virðast ekki taka eftir neinu. Þú reynir að setja töskuna og úlpuna þína á milli fótanna og vonar að það kæfi hljóðið...

Ummæli

Vinsælar færslur