Hvert er normið?

Undanfarið hef ég verið að spjalla við dreng sem er ákaflega forvitinn um BDSM. Hann hefur mikið verið að velta því fyrir sér hvert sé normið innan BDSM, er kikkið meira andlegt fyrir fólk eða er þetta kynferðislegt?

Ég er þannig þenkjandi að ef að einn er að velta þessu fyrir sér, þá er einhver annar að gera það pottþétt. Út frá þessum vangaveltum ákvað ég að birta svarið mitt.

Hvert er normið í BDSM? Einfaldast er að segja að það sé ekkert eitt ákveðið norm í þessu. BDSM er svo ótrúlega vítt svið af allskonar. Það eru til einstaklingar sem fíla sig undirgefna án þess að vera masókistar, það eru einstaklingar sem eru sadistar án þess að vilja stjórna einu né neinu varðandi leikfélagann. Það er til fólk sem er bara í þessu vegna ástar sinnar á leðri. Enn fremur þá er fólk í BDSM sem horfir á það eingöngu sem kynlíf. Á meðan aðrir geta vel stundað BDSM án þess að það sé kynferðslegt.
Orðfærið í dag er að BDSM sé hneigð og partur af kynverund fólks. Rökin á bak við það eru að það gengur álíka vel að lækna fólk af BDSM hneigð eins og samkynhneigð. Ef að þú spyrð einhvern hvort að hann myndi frekar vilja missa hönd eða hætta að stunda BDSM þá fer viðkomandi e.t.v. að spá hvar höndin yrði skorin og yrði það hægri eða vinstri.

Mjög margir fá eitthvað kynferðislegt út úr BDSM. Fyrir sjálfa mig þá fer það eftir leikfélaganum og leiknum. Ég get fengið alveg fullt kikk út úr heimaverkefnum. Fyrir mér er það alveg jafn mikið BDSM og að vera bundin og kefluð, bara öðruvísi. Ég fæ líka fullt kikk út úr leik sem snýst bara um sársauka og bindingar, en ef að það er mikill sársauki þá vil ég ekki eitthvað kynferðislegt með. Það truflar mig og ég nýt sársaukans ekki eins vel. Ég get vel notið BDSM sem er mjög kynferðislegt, og ég get vel átt BDSM samband sem er án alls sem flokkast undir að vera kynferðislegt. Fyrir mér er þetta spurning um dýnamíkina leikfélaga á milli. Og hvað mig varðar, þá er þetta beinlínis þörf. Ef að ég fæ útrás á BDSM sviðinu, þá líður mér vel. Ef ekki, þá byggist þetta upp og velur mér gremju og vanlíðan.

Líka: ef ég er á þörfinni kynferðislega, þá get ég bara séð um það sjálf ef svo ber undir. En ef að ég er á þörfinni BDSM lega er það ekki jafn einfalt. Einleikir í BDSM eru ekki minn tebolli, þó svo að margir fái fullt út úr sjálfsbindingum. Ég er ekki ein af þeim, ég vil/þarf að hafa einhvern annan með mér í spilinu. Hvort sem hann er á staðnum eða ekki.

Ummæli

Vinsælar færslur