Limir

Ég las yfir bloggið mitt núna rétt í þessu og hnaut um færsluna um umskorna limi. Út frá henni fór ég að hugsa um limi almennt. Hvernig þeir eru, hvernig þeir líta út og hvernig þeir virka.
Limir eru vissulega mis fallegir, mis góðir og henta mis vel. Ég man eftir lim sem var einn sá fallegasti sem ég hef augum litið. 
Hann var beinn, hann var jafn og hann var í góðum hlutföllum. Kóngurinn kom sem eðlilegt framhald af skaptinu og var passlega stór. Hann hallaðist hvorki til hægri né vinstri og var nánast alveg samhverfur. Hann hafði líka fallegt og frekar ljóst litarhaft. Hinsvegar var hann ekkert svakalega stór. Ég man hvað ég dáðist að þessum lim, enda hafði ég aldrei séð jafn fallegan getnaðarlim, og hef heldur ekki gert það síðan þá. Því miður get ég ekki sagt sömu hluti um eiganda limsins og hvað drætti varðar var hann vel undir meðallagi. 
Svona til að undirstrika að ekki sé samræmi á milli fegurðar limsins og gæði kynlífsins þá var einhver ófríðasti limur sem ég hef sofið hjá jafnframt einn besti drátturinn. 
Út frá þessum vangaveltum hef ég oft velt því fyrir mér hvort að það sé samband þarna á milli. Hvort að einstaklingar með limi sem eru ekki í samræmi við klámmyndastaðla fái fyrir vikið einhverja minnimáttarkennd og leggi þar af leiðandi harðar að sér þegar kemur að ástarlotum? Á meðan þeir sem að hafa fallega limi líti svo á að limurinn sé verðlaunagripur í sjálfu sér og að rekkjunauturinn sé heppinn að fá að handleika hann? 
-Þetta er kannski svolítið ýkt hjá mér. Hvað segið þið? 

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þetta kemur auðvitað alltaf niður á "it's not the size of the boat that counts .... it's the motion in the ocean"

Er samt ekki alveg sammála því að þeir sem eru litlir reyna meira. Sjálfur er ég í minni kanntinum hvað varðar stærð á lim sem veldur því að sjálfstraustið mitt er ekki hátt. Sem hjálpar mér ekkert þegar kemur að rúm leikfimi.

Vinsælar færslur