Náin kynni tókust með X og A og hófu þau fljótt að stunda kynlíf þar sem valdi var beitt með samþykki beggja. [Til að einfalda málin verður A hér eftir nefnd Anna og X hér eftir nefndur Xavier.] Fólst valdbeitingin meðal annars í því að Xavier flengdi Önnu í aðdraganda samfara, hélt höndum hennar fyrir aftan bak og yfirbugaði hana en hún streittist á móti meðan á samförum stóð. Meðvitað fóru þau að stunda nauðgunarleiki og var það gert án allra öryggisorða.

Nema svo kærir Anna Xavier fyrir nauðgun, meðal annars. Í dómsúrskurði kemur fram að: Ágreiningslaust var að samfarir höfðu átt sér stað en um það deilt hvort þær hafi verið með þeim hætti sem tíðkast hafði í samskiptum Xaviers og Önnu. Í dómi Hæstaréttar var til þess vitnað að lögum samkvæmt yrði ekki refsað fyrir nauðgun nema gerandinn hefði haft ásetning til slíks á verknaðarstundu.

Í ljósi samskipta Xaviers og Önnu þótti verða að miða við að Xavier hefði haft réttmæta ástæðu til að ætla að Anna væri samþykk samförum við hann umrætt sinn. Fyrir þær sakir var hann sýknaður af ákærunni í Hæstarétti.

Ég gruflaði aðeins í málinu og komst að einu og öðru.

- Samskiptin þeirra á milli virðast hafa vera mjög léleg þar sem Xavier hélt að þau væru mögulega að byrja saman opinberlega en Anna hélt því fram að þau væru á einhverjum "séns".
- Hún vill meina að þetta hafi bara verið fíflagangur á meðan hann talaði um að þau væru að stunda BDSM.
- Línurnar voru að einhverju leiti lagðar en þau voru ekki með öryggisorð og voru ekki búin að ræða það hvernig ætti að stoppa leik ef að hann skildi ganga of langt.

Eins og ég skildi þetta við lesturinn tók Xavier það nærri sér þegar hann gekk óafvitandi yfir mörk Önnu. Hann segir að greinilegt hafi verið að henni hafi liðið illa og hann reyndi að hlúa að henni.

Xavier kvaðst aðspurður álíta að samþykki Önnu hafi verið fyrir hendi í öllum tilvikum. Ekkert hafi verið óeðlilegt fyrr en eftir á. Hann hafi stungið upp á því í öndverðu að þau kæmu sér saman um öryggisorð, þannig að hann myndi hætta valdbeitingu um leið og hún segði orðið, en henni hafi bara þótt það fyndið og ekkert orðið úr því.

Allt þetta vesen. Allt þetta fjárútlát. Öll þessi tilfinningaleg vanlíðan. Allur þessi tími og vinna sem hefur farið í þetta mál. Allt út af því að þau settust ekki niður, ræddu ekki málin og komu sér upp góðu og gildu öryggisorði! Óskýr skilaboð og léleg samskipti skila sér í svona löguðu.

Ég verð samt að segja, hrós dagsins fær íslenskt réttarkerfi fyrir að bregðast svona við þessu máli. Xavier vissi ekki að hann væri að ganga of langt og í ljósi sögu þeirra finnst mér Hæstiréttur bregaðst alveg rétt við. Ábyrgðin er ekki bara í höndum þess drottnandi þegar kemur að mörkum í leik. Hún er í höndum beggja, eða allra, aðila. Hegði maður sér á óábyrgan hátt eykur maður líkurnar á því að eitthvað óöruggt gerist.

Þetta mál finnst mér vera gott til grundvallar mikilvægi góðra samskipta, skýrra lína og að hafa öryggisorð eða einhverja leið út úr leiknum ef að hann fer úr böndunum.

Ummæli

Vinsælar færslur