Umskornir limir

Í gegnum tíðina hef ég séð nokkuð mörg tippi. Ég er ekki með nákvæman fjölda á þeim en af þeim hefur bara eitt verið umskorið og því kynntist ég bara nýverið. Útlendingurinn sem ég hitt um daginn fær heiðurinn af því að vera sá fyrsti sem ég sef hjá og er umskorinn. Það var ekki fyrr en á heimleiðinni í seinna skiptið að ég fattaði að hann væri umskorinn. Ef að ég hefði áttað mig á því fyrr hefði ég gefið mér tíma til að skoða hann gaumgæfilega í bak og fyrir.
Í fljótu bragði er eini munurinn á umskornum og óumskornum lim skorturinn á forhúðinni, eins og gefur að skilja. Venjulega nota ég forhúðina, held þéttingsfast utanum skaptið og hreyfi höndina fram og til baka þannig að forhúðin fylgir með. Enginn beinn núningur á milli handar og kóngs á sér þá stað og sleipiefni að mestu óþarft. Hinsvegar þegar vinurinn er umskorinn þá er kóngurinn er ber og nýtur sín betur útlitslega. Á móti þá hefur maður minna að moða úr ef að maður er að handleika liminn og þess vegna verður einhverskonar sleipiefni nauðsynlegt ef að ætlunin er einhverskonar rúnk. Sleipiefnið þarf ekki að koma úr þar til gerðum pakningum, heldur er hægt að nota hvað sem er; munnvatn, olíur, sleipiefni, krem.
Maður hefur heyrt þá sögu að umskornir eigi að endast lengur. Ég hef bara hitt þennan eina umskorna og hef því ekki nægjanleg gögn til að leggja mat á það. Hinsvegar var hans ending bara eins og hjá meðal Jóni sko.

Ummæli

Vinsælar færslur