Bústaðaferð 1/3

Já, ég veit ég lofaði að skrifa meira um bústaðaferðina og það hafa fleiri en einn minnt mig á það. Laugardagurinn og aðfaranótt sunnudags voru mun líflegri en föstudagur og aðfaranótt laugardags, eins og ég var búin að spá fyrir um. Við skelltum okkur nokkur í pottinn og eftir það fékk ég þrjá leiki sem voru hver um sig frábærir á sinn hátt.

Ég ætla að taka hvern um sig fyrir og hver leikur fær eina færslu.

Strax á föstudagskvöldið hnippti ég í einn drottnandi leikglaðan einstakling. Ég hafði fylgst með vinnubrögðum hans áður í partýjum en aldrei haft kjarkinn til að biðja um leik fyrir sjálfa mig. Ég hafði orð á því að mig langaði að prófa floggerinn hans. Hann tók mjög vel í það. Ég árétti að mig langaði að prófa floggerinn hans á mig, og að hann ætti að halda í hinn endan á honum. Mér til mikillar ánægju sagðist hann vera meira en til í það.
Eftir pottabuslið á laugardag hnippti ég aftur í hann og óskaði eftir leik, við settumst niður og ræddum fram og til baka hvað ætti að gera og hvað ekki. Ef satt best skal segja hef ég aldrei tekið svona ýtarlegt spjall fyrir leik. Ég er vön því að línurnar séu lagðar lauslega og farið yfir mörkin og svo dempt sér í leikinn. Í þetta skiptið var farið vel og nákvæmlega yfir allt. Ég lagði til dótið mitt, kom með óskir og tillögur og kom með hugmyndir að bindingu sem myndi henta fyrir það sem við ætluðum að gera.
Í bústöðunum voru bitar í loftinu. Yfir bitann var sett keðja og hendurnar voru bundnar í sitthvorn endann á keðjunni. Á milli þeirra var blökk. Úr hálsólinni minni var spotti sem fór upp í blökkina. Leikurinn byrjaði á öndunarleik. Hann togaði vel í bandið, þannig að það hertist að hálsinum á mér. Ég hætti að anda þangað til hann slakaði aftur. Ég veit ekkert betra til að koma mér í subspace en öndunarstjórnun. Ég fer strax á flug og þetta var engin undantekning. Á eftir komu all nokkrir floggerar sem lentu á bakinu á mér og öxlum. Það var svo búið um að bandið sem var fest í hálsólina var fest í bitann, þannig að ég gat notað mína eigin þyngd til að þrengja að hálsinum. Ég gerði það óspart og naut mín í botn á meðan að höggin lentu á mér.
Alltof fljótt að mínu mati var leikurinn þó búinn. Hann losaði mig niður og fór með mig í sófann. Þar fékk ég að kúra í fanginu á honum fram að kvöldmat. Þetta er um það bil eitt besta niðurlag af leik sem ég hef átt. Verandi algjört kúrudýr þá væri ég meira en til í að leika aftur, að stórum hluta bara fyrir kúrið....

Ummæli

Vinsælar færslur