Bústaðaferð 2/3

Eftir kvöldmatinn á laugardagskvöldinu fór ég á röltið bústaða á milli til að skoða mannlífið, sjá hvað aðrir voru að gera og sýna sjálfa mig. Á röltinu hitti ég ungan og myndarlegan mann sem vildi endilega leika. Ég var meira en til í það. Við ákváðum bústað og ég sótti dótið mitt. Þegar ég mætti þangað sátu nokkrir perralingar og sötruðu öl.
Ég snéri mér að leikfélaganum og spurði hvað hann langaði að gera. Brosandi svaraði hann því til að hann vildi að ég myndi ráða því algjörlega, en hann vildi að ég meiddi sig. Eftir örstutta umhugsun var hann bundinn standandi, með bundið fyrir augun og kefli í munninum. Hann var rassskelltur létt. Síðan raðaði ég slatta af klemmum á hann. Hann er þeim eiginleikum gæddur að vera með lokka í báðum geirvörtum sem ég elska að leika mér með. Í þetta skipti batt ég smá spotta í sitthvorn lokkinn og togaði, ýmist til skiptis eða í báða í einu. Hann emjaði og urraði undan sársaukanum, en ljóst var samt að hann naut þess í botn. Það var um það bil þá að ég uppgvötaði það að bústaðurinn var fullur af fólki og allir voru að fylgjast með því sem ég var að gera. Ég lét það ekki á mig fá en var samt mjög meðvituð um það að allra augu væru á mér.
Eftir klemmuleik, geirvörtutog og smá knús, klíp og strokur losaði ég fórnarlambið. Hann vildi hinsvegar alveg halda áfram svo áfram var haldið. Ég lét hann setjast á stól og tók mig til við að flogga á honum bakið. Hann naut þess í botn og þegar að húðin á herðum hans var orðin vel rauð undan höggunum tók ég mig til og klóraði létt yfir hana, svona í leikslok. Hann malaði af ánægju undan strokunum. Þegar ég loks losaði gagið og tók frá augunum var hann eitt sólskinsbros.
Það gefur mér fátt eins mikla ánægju og að pína fólk sem nýtur þess að vera pínt.... 

Eftir þennan leik fór ég aftur á röltið í leit að meira stuði. 
Meira um það í næstu færslu! 

Ummæli

Vinsælar færslur