Bústaðaferð 3/3

Eftir þennan yndislega leik kíkti ég í hina bústaðina. Mér til mikillar gremju og óánægju var einhver stóísk ró yfir öllu. Sumir voru gengnir til náða, aðrir voru í rólegheitunum að spjalla og enn aðrir sátu bara í pottinum. Var þetta ekki bústaðaferð að hætti perralinga? Átti þá ekki vera leikið í hverju horni fram undir morgun? Sögurnar frá síðustu bústaðaferð hermdu að fólk var að leggja frá sér flengidótið um kl. 7 morguninn eftir! Núna var klukkan rétt rúmlega miðnætti og sumir hverjir gengnir til náða meira að segja. 

Ég settist í sófann í bústaðnum mínum frekar svekkt yfir þessu öllu saman. Þegar maður gengur inn í aðstæður með fyrirfram ákveðnar hugmyndir og væntingar um það að ferðinn verði meiriháttar og rúmlega það, þá býður maður vonbrigðunum heim. Ég er frekar dugleg í því ef satt best skal segja.
Það var þæginlegt andrúmsloft í bústaðnum mínum og spjallað um allt milli himins og jarðar. Einn og annar perralingur bættist í hópinn og fljótlega var stofan á litla bústaðnum okkar hér um bil full af fólki.
Upp úr þurru birtist ofurperri með barefli og óskaði eftir fórnarlömbum. Ég greip gleði mína á ný og rétti up hönd, iðandi af eftirvæntingu og löngun. Hann benti á mig og ég hentist upp úr sófanum til að leika.
Hann batt mig á einfaldan máta og festi stöng á milli lappanna þannig að ég neyddist til að standa gleið. Ég bölvaði sleipum ullarsokkunum sem ég var í sem gerðu það að verkum að ég þurfti að hafa mig alla við til að renna ekki í splitt. 
Þegar ég var bundin og komin með bindi fyrir augun þá tóku við barsmíðar. Yndislegar og unaðslegar. Floggerinn hitaði vel upp á axlirnar og bakið og ég naut hvers eins og einasta höggs. Þangað til að hann sagði Nú kemur fast! Hann taldi niður frá þremur og ég hélt niðri í mér andanum. 
Ég bjóst við að höggið myndi vera það fast að það myndi syngja í eyrunum á mér og ég myndi tárast af sársauka. Höggið kom og það var ekki eins vont og ég hafði gert ráð fyrir. Þvert á móti þá var það gott! Það var mjög gott og ég vildi meira. Ég kinkaði kolli og hann kom með annað eins högg. Ég vildi enn annað. Hann lét það eftir mér og gott ef það var ekki fastara en hin. Enn vildi ég meira og hann lofaði mér mjög föstu höggi. Hann stóð líka við það og það var unaðslegt. Ég heyrði fólkið í stofunni taka andköf en það eina sem ég fann var unaður og nautn.
Að heyra þeirra viðbrögð gaf mér líka eitthvað aukalega. Höggið hlaut að hafa verið mjög fast fyrst þau tóku andköf! Allt í einu fór nálægð þeirra að skipta mig máli og ég komst að því að ég fílaði að leika svona fyrir framan annað fólk. Sérstaklega þegar ég heyrði þeirra viðbrögð við leiknum. Það var algjörlega nýtt fyrir mér þar sem ég hef hingað til verið frekar feimin við að leika fyrir framan aðra.
Leikurinn hélt áfram á þessari braut í smá stund í viðbót þangað til ég var losuð og sett í sófann. Strax aftur var leikfélaginn kominn með nýtt fórnarlamb. Ég fylgdist með þeirra leik á meðan ég fékk að kúra mig upp við annan perraling. 

Þessi leikur breytti alveg yfirbragði ferðarinnar, úr því að vera góð yfir í að vera frábær. Þetta var akkúrat leikurinn sem mig vantaði til að setja punktinn yfir i-ið.
Sunnudagurinn leið í góðu yfirlæti, fólk fór strax að pakka sig saman til að halda heim á leið. Það var aðeins ráp á milli bústaða til að kveðja og þakka fyrir samveruna. 
Eftir vel útilátinn hádegismat þá pökkuðum við okkur loksins saman og vorum þau síðustu til að yfirgefa svæðið. 

Ummæli

Vinsælar færslur