Ég er mikill dýravinur, ég held að það hafi ekki komið fram á blogginu mínu fyrr. Ég hef lengi verið veik fyrir páfagaukum og á þar af leiðandi einn slíkan. Hann er stór og fallegur karlfugl af amazona kyni. Hann kann að segja hátt og skýrt og Halló og flautar hitt og þetta og muldrar eitthvað óskiljanlegt. Um daginn fóru að heyrast ný hljóð í honum. Þau byrjuðu lágt, en fóru stigvaxandi á ákefð og styrk.

aah...

aah...

aaah...

aaaah...

Aaaah....

AAaah...

AAAah...

AAAAh....

Ég sat frammi í sófanum þegar lætin byrjuðu, fljótlega rann það upp fyrir mér hvaða hljóð þetta voru og ég fann blóðið þjóta fram í andlitið. Árans fuglinn var að stynja! Árans fuglinn var að herma eftir mér í bólförum! Ég efast um að utanaðkomandi aðili myndi fatta hvaða hljóð þetta eru, sem betur fer, en ég veit betur.

Ég verð að viðurkenna að næst þegar ég naut ásta, eða réttara sagt, var riðið almennilega, var ég ofur meðvituð um fuglinn í næsta herbergi og hljóðin sem ég gaf frá mér. Í hita leiksins gleymdi ég mér en þegar ég heyrði óhljóðin sem komu úr mér ómuðu stunur gauksins í höfðinu á mér og ég sprakk eiginlega úr hlátri... 
Skrambans gaukurin. 

Vantar einhvern páfagauk?

Ummæli

Nafnlaus sagði…
Þessi er skemmtileg, stutt, hnitmiðuð og mjög fyndin. :)

Vinsælar færslur